Fara í efni

100.000 Audi A3 bílar hafa verið smíðaðir

Eðalsportbíll í fremstu röð Það er varla hægt að byrja betur. Hundrað þúsundasti Audi A3 bíllinn, tveggja lítra FSI með silfruðu metallakki, rann út af færibandinu í Ingolstadt í dag, aðeins um hálfu ári eftir að sala nýju gerðarinnar hófst. Eðalsportbíll í fremstu röð Það er varla hægt að byrja betur. Hundrað þúsundasti Audi A3 bíllinn, tveggja lítra FSI með silfruðu metallakki, rann út af færibandinu í Ingolstadt í dag, aðeins um hálfu ári eftir að sala nýju gerðarinnar hófst. Eðalsportbíll í fremstu röð Það er varla hægt að byrja betur. Hundrað þúsundasti Audi A3 bíllinn, tveggja lítra FSI með silfruðu metallakki, rann út af færibandinu í Ingolstadt í dag, aðeins um hálfu ári eftir að sala nýju gerðarinnar hófst. Umtalsvert meiri sala en á fyrirrennaranum

Audi-verksmiðjurnar hafa aldrei fyrr orðið að hraða svo mikið framleiðslu nokkurrar tegundar og nú bendir allt til þess að þessi gæðasportbíll setji brátt ný sölumet. Fyrsta hálfa árið hefur salan á hinum nýja Audi A3 aukist um 16 af hundraði miðað við fyrirrennarann.

Framleiðslustjóri Audi, Dr. Jochem Heizmann, segir að velgengnina megi rekja til „afar áhugaverðra einkenna hins nýja Audi A3 en þau byggjast ekki síst á vel heppnaðri blöndu sportlegra eiginleika, háþróaðrar tækni og magnaðrar hönnunar. Þessi bíll á eftir að njóta vinsælda um langa hríð.” Önnur merk þáttaskil verða svo einnig um miðjan desember næstkomandi þegar milljónasti Audi A3 bíllinn verður smíðaður en A3 gerðin kom fyrst á markað árið 1996.

Þessa miklu framleiðsluaukningu má bæði rekja til framsækinnar framleiðslutækni við smíði A3 og áhugasams og vel þjálfaðs starfsliðs. AUDI AG hefur fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir evra í verksmiðjunum í Ingolstadt. Þar er til dæmis að finna yfirbyggingarsmiðju með öllum nýjasta og besta búnaði sem fáanlegur er, glænýja plötumótunarsmiðju og algjörlega endurnýjað samsetningarsvæði fyrir Audi A3.

Hið sportlega en þó fágaða útlit hins nýja Audi A3 hefur náð miklum vinsældum. Kvennatímaritið Maxi valdi hann til dæmis „besta bílinn til daglegrar notkunar”. Nýi Audi A3 bíllinn hefur einnig náð góðri fótfestu annars staðar en í Þýskalandi. Auto-revue verðlaunin 2003 í flokki bifreiða af millistærð (compact class) endurspegla hrifningu bílaáhugamanna í Austurríki. Hinn nýi Audi A3 náði einnig bestum árangri í mörgum flokkum í samanburðarprófunum helstu bílablaða og bar þar oft sigurorð af vel þekktum keppinauti sínum.

Flaggskipið er Audi A3 3,2 quattro með V6-vél

Nýi Audi A3 bíllinn fæst með fjórum mismunandi bensínvélum og tveimur TDI dísilvélum sem allar uppfylla stranga staðla ESB um hreinleika útblásturs. Nýi Audi A3 3,2 quattro bíllinn hefur verið aflmesti sportbíllinn í sínum flokki síðan í september 2003. V6-vélin er 3,2 lítra og 250 hestafla og bíllinn nær 100 km hraða úr kyrrstöðu á aðeins 6,5 sekúndum. Sú frammistaða þýðir að enginn slær honum við í þessum gæðaflokki bíla af millistærð.