Karfan er tóm.
12 strokka Audi A8 L
05. desember. 2003
Lúxus og þægindi eins og þau gerast best
Audi-verksmiðjurnar kynna þessa daganna nýjasta flaggskipið sitt, hinn 12 strokka A8. Enn einu sinni vísa Audi-verksmiðjurnar veginn í framleiðslu úrvalsbíla í efsta gæðaflokki. Audi A8 L 6.0 quattro býr yfir öllu því besta sem hægt er að finna í bifreiðum okkar tíma og er ótvírætt sportlegasti lúxusfólksbíll í heimi. Lúxus og þægindi eins og þau gerast best
Audi-verksmiðjurnar kynna þessa daganna nýjasta flaggskipið sitt, hinn 12 strokka A8. Enn einu sinni vísa Audi-verksmiðjurnar veginn í framleiðslu úrvalsbíla í efsta gæðaflokki. Audi A8 L 6.0 quattro býr yfir öllu því besta sem hægt er að finna í bifreiðum okkar tíma og er ótvírætt sportlegasti lúxusfólksbíll í heimi. Lúxus og þægindi eins og þau gerast best
Audi-verksmiðjurnar kynna þessa daganna nýjasta flaggskipið sitt, hinn 12 strokka A8. Enn einu sinni vísa Audi-verksmiðjurnar veginn í framleiðslu úrvalsbíla í efsta gæðaflokki. Audi A8 L 6.0 quattro býr yfir öllu því besta sem hægt er að finna í bifreiðum okkar tíma og er ótvírætt sportlegasti lúxusfólksbíll í heimi.
Vélin er 12 strokka, 331 kW eða 450 herstöflum og með 580 Nm (Newton-metra) hámarkstogi. Vélin hefur verið stækkuð um 30 bhp og 20 Nm miðað við fyrri gerð og útkoman er hreint einstakur bíll.
A8 6.0 L quattro fer úr 0 í 100 km hraða á 5,2 sekúndum og úr 0 í 200 km hraða á aðeins 17,4 sekúndum. Hann nær 250 km hámarkshraða á rétt tæpum 30 sekúndum. Vélin er sex lítra, hefur ótrúlega gott viðbragð og bregst samstundis við inngjöf. Hún fer líka létt með að ná allt að 6.200 snúninga hraða ef með þarf.
Vélin skilar einnig 95% af hámarkstogi á bilinu 2.300 og 5.300 snúninga hraða sem þýðir að togkrafturinn er eins mikill og hægt er, burtséð frá hraða bílsins. Snúningsátak þessarar öflugu vélar er alveg einstakt.
Í bílnum er sex þrepa tiptronic-sjálfskipting sem tryggir að fullnægjandi vélarafl er ávallt fyrir hendi. Ökumaður hefur einnig möguleika á beinni skiptingu með tiptronic-gírkassanum. Sjálfskiptingin er með sportstillingu sem bíður með að skipta uns snúningshraði vélar er orðinn töluverður og skiptir fyrr niður til að geta nýtt sér að fullu kosti 12 strokka vélarinnar.
Skrokkurinn er smíðaður úr áli á grundvelli Audi Space Frame (ASF) grindar og vél og gírkassi bílsins skila mikilli orku á hagkvæman hátt.
Audi A8 quattro sítengda fjórhjóladrifið er einstakt í sinni röð í flokki lúxusfólksbifreiða og skilar vélaraflinu mjög skilvirkt. Nýi A8 L 6.0 quattro bílinn hefur einstaka álgrind með loftpúðafjöðrun sem staðalbúnað sem bregst rétt við öllum aðstæðum. Loftpúðafjöðrunin er sveigjanleg og dregur úr hreyfingum skrokksins samtímis og hún hámarkar veggrip og akstursþægindi með sívirkum jafnvægisstillum.
Ökumaðurinn getur valið um fjórar stillingar fjöðrunar með MMI-búnaðinum, allt frá sportlegri og stífri fjöðrun til afar mjúkrar og þægilegrar fjöðrunar.
Það leynir sér ekki að A8 L 6.0 quattro er flaggskipið hjá Audi. Framendinn er með nýju útliti sem þó ber öll einkenni Audi-hönnunar. Miðpunktur hennar er áberandi grill með krómramma utan um grálökkuð loftinntök. W12 merkið sýnir svo ekki verður um villst hvers bíllinn er megnugur.
Yfir ökuljósunum er gagnsætt gler sem sýnir hvað þar býr undir. Hinn nýi 12 strokka A8 er fyrsti bíll í heimi búinn nýjum ljósabúnaði með LED-dagökuljósum sem geta aðlagað sig birtustiginu. Þessi ljósabúnaður er einnig mikilvægur hluti af nýju útliti framendans.
Þessi byltingarkennda tækni gerir að verkum að nýi A8 L 6,0 quattro bíllinn er sá fyrsti í heimi þar sem notkun dagökuljósa hefur nær engin áhrif á eldsneytisnotkun. Þetta er öryggisatriði því þannig er auðveldara að koma auga á bílinn, sama hvernig birtuskilyrði eru. LED-einingar eða ljóstvistar gera að verkum að orkunotkunin er bara örlítil miðað við venjulegar ljósaperur.
Innréttingin einkennist af öllu því besta sem hægt er að bjóða. Öll efni og frágangur er greinilega í hæsta gæðaflokki, allt niður í smæstu smáatriði, og í góðu samræmi við gott rýmið og fullkominn aðbúnað bílstjóra og farþega sem njóta umhverfis í glæstum stíl og aksturseiginleika sem bera af, jafnvel í flokki lúxusbíla.
A8 6.0 L quattro fer úr 0 í 100 km hraða á 5,2 sekúndum og úr 0 í 200 km hraða á aðeins 17,4 sekúndum. Hann nær 250 km hámarkshraða á rétt tæpum 30 sekúndum. Vélin er sex lítra, hefur ótrúlega gott viðbragð og bregst samstundis við inngjöf. Hún fer líka létt með að ná allt að 6.200 snúninga hraða ef með þarf.
Vélin skilar einnig 95% af hámarkstogi á bilinu 2.300 og 5.300 snúninga hraða sem þýðir að togkrafturinn er eins mikill og hægt er, burtséð frá hraða bílsins. Snúningsátak þessarar öflugu vélar er alveg einstakt.
Í bílnum er sex þrepa tiptronic-sjálfskipting sem tryggir að fullnægjandi vélarafl er ávallt fyrir hendi. Ökumaður hefur einnig möguleika á beinni skiptingu með tiptronic-gírkassanum. Sjálfskiptingin er með sportstillingu sem bíður með að skipta uns snúningshraði vélar er orðinn töluverður og skiptir fyrr niður til að geta nýtt sér að fullu kosti 12 strokka vélarinnar.
Skrokkurinn er smíðaður úr áli á grundvelli Audi Space Frame (ASF) grindar og vél og gírkassi bílsins skila mikilli orku á hagkvæman hátt.
Audi A8 quattro sítengda fjórhjóladrifið er einstakt í sinni röð í flokki lúxusfólksbifreiða og skilar vélaraflinu mjög skilvirkt. Nýi A8 L 6.0 quattro bílinn hefur einstaka álgrind með loftpúðafjöðrun sem staðalbúnað sem bregst rétt við öllum aðstæðum. Loftpúðafjöðrunin er sveigjanleg og dregur úr hreyfingum skrokksins samtímis og hún hámarkar veggrip og akstursþægindi með sívirkum jafnvægisstillum.
Ökumaðurinn getur valið um fjórar stillingar fjöðrunar með MMI-búnaðinum, allt frá sportlegri og stífri fjöðrun til afar mjúkrar og þægilegrar fjöðrunar.
Það leynir sér ekki að A8 L 6.0 quattro er flaggskipið hjá Audi. Framendinn er með nýju útliti sem þó ber öll einkenni Audi-hönnunar. Miðpunktur hennar er áberandi grill með krómramma utan um grálökkuð loftinntök. W12 merkið sýnir svo ekki verður um villst hvers bíllinn er megnugur.
Yfir ökuljósunum er gagnsætt gler sem sýnir hvað þar býr undir. Hinn nýi 12 strokka A8 er fyrsti bíll í heimi búinn nýjum ljósabúnaði með LED-dagökuljósum sem geta aðlagað sig birtustiginu. Þessi ljósabúnaður er einnig mikilvægur hluti af nýju útliti framendans.
Þessi byltingarkennda tækni gerir að verkum að nýi A8 L 6,0 quattro bíllinn er sá fyrsti í heimi þar sem notkun dagökuljósa hefur nær engin áhrif á eldsneytisnotkun. Þetta er öryggisatriði því þannig er auðveldara að koma auga á bílinn, sama hvernig birtuskilyrði eru. LED-einingar eða ljóstvistar gera að verkum að orkunotkunin er bara örlítil miðað við venjulegar ljósaperur.
Innréttingin einkennist af öllu því besta sem hægt er að bjóða. Öll efni og frágangur er greinilega í hæsta gæðaflokki, allt niður í smæstu smáatriði, og í góðu samræmi við gott rýmið og fullkominn aðbúnað bílstjóra og farþega sem njóta umhverfis í glæstum stíl og aksturseiginleika sem bera af, jafnvel í flokki lúxusbíla.