Fara í efni

141 tonn af Caterpillar til Suðurverks

Nýlega fékk Suðurverk Í Hafnafirði afhentar tvær nýjar Caterpillar vinnuvélar. Um var að ræða nýja Caterpillar 365B II beltagröfu sem vegur 70 tonn og Caterpillar D10R jarðýtu sem vegur rúmlega 71 tonn. Báðar eru vélarnar komnar í verkefni á vegum Suðurverks, beltagrafan á Vopnafirði og jarðýtan inni við Þórisós.Nýlega fékk Suðurverk Í Hafnafirði afhentar tvær nýjar Caterpillar vinnuvélar. Um var að ræða nýja Caterpillar 365B II beltagröfu sem vegur 70 tonn og Caterpillar D10R jarðýtu sem vegur rúmlega 71 tonn. Báðar eru vélarnar komnar í verkefni á vegum Suðurverks, beltagrafan á Vopnafirði og jarðýtan inni við Þórisós.Nýlega fékk Suðurverk Í Hafnafirði afhentar tvær nýjar Caterpillar vinnuvélar. Um var að ræða nýja Caterpillar 365B II beltagröfu sem vegur 70 tonn og Caterpillar D10R jarðýtu sem vegur rúmlega 71 tonn. Báðar eru vélarnar komnar í verkefni á vegum Suðurverks, beltagrafan á Vopnafirði og jarðýtan inni við Þórisós. Jarðýtan var sú fyrsta sinnar tegundar sem flutt er ný til landsins. Suðurverk er meðal stærri verktakafyrirtækja landsins og starfar fyrirtækið á sviði almennrar verktöku og í jarðvinnu og vélaleigu.

Vélasvið HEKLU flutti nýlega í nýja þjónustumiðstöð við Klettagarða en miðstöðin er búin öllum nauðsynlegum búnaði til að unnt sé að veita viðskiptavinum bestu þjónustu sem völ er á. Þjónustumiðstöð Vélasviðs HEKLU er um 4.000 fermetrar og eru starfsmenn um 60 talsins. Á meðal umboða Vélasviðs HEKLU er Caterpillar, Scania, Hiab hleðslukranar auk annara umboða tengdum vinnuvélum, lyfturum og vöruflutningum hvers konar.