Fara í efni

50 ára afmæli Volkswagen á Íslandi

18% söluaukning á árinu, nýr jeppi og sagnasamkeppni um VW Bjölluna Fimmtíu ár eru nú frá því að Sigfús Bjarnason, stofnandi HEKLU, hóf innflutning á Volkswagen bifreiðum til Íslands. Í tilefni þessa hefur HEKLA efnt til sagnasamkeppni, þar sem fólki er boðið að senda inn frásögn af reynslu sinni og/eða skemmtilegum atvikum, sem tengjast Volkswagen í formi örsögu, eða innan við 500 orð.18% söluaukning á árinu, nýr jeppi og sagnasamkeppni um VW Bjölluna Fimmtíu ár eru nú frá því að Sigfús Bjarnason, stofnandi HEKLU, hóf innflutning á Volkswagen bifreiðum til Íslands. Í tilefni þessa hefur HEKLA efnt til sagnasamkeppni, þar sem fólki er boðið að senda inn frásögn af reynslu sinni og/eða skemmtilegum atvikum, sem tengjast Volkswagen í formi örsögu, eða innan við 500 orð.18% söluaukning á árinu, nýr jeppi og sagnasamkeppni um VW Bjölluna Fimmtíu ár eru nú frá því að Sigfús Bjarnason, stofnandi HEKLU, hóf innflutning á Volkswagen bifreiðum til Íslands. Í tilefni þessa hefur HEKLA efnt til sagnasamkeppni, þar sem fólki er boðið að senda inn frásögn af reynslu sinni og/eða skemmtilegum atvikum, sem tengjast Volkswagen í formi örsögu, eða innan við 500 orð. Skilafrestur er til 21. október n.k., og sögurnar má senda á netfangið saga@volkswagen.is eða til HEKLU, Laugavegi 170-174, 105 Reykjavík.

Á 50 ára afmæli Volkswagen á Íslandi hefur Volkswagen náð hæstu markaðshlutdeild sinni, frá því að gamla Volkswagen Bjallan var einn vinsælasti bíll hérlendis, og salan aukist um tæplega 18% ef borið er saman við sama tímabil 2001. Í tilefni þessara tímamóta hefur HEKLA boðið Volkswagen Golf og Bora með veglegum afmælispakka, auk þess sem nýr Polo var kynntur í vor. Þessu hefur verið ákaflega vel tekið af viðskiptavinum HEKLU, og hefur sala Volkswagen bíla gengið vel á þessu ári. HEKLA hefur því gert ráðstafanir til að afmælispakkinn verði í boði með Golf og Bora til ársloka.

Í lok mánaðarins verður svo opnaður endurnýjaður Volkswagen og Audi sýningarsalur í HEKLU-húsinu. Nýi salurinn er í samræmi við nýjar áherslur Volkswagen og Audi á útliti sýningarsala sinna, sem hefur vakið verðskuldaða athygli í Evrópu. Í salnum verður m.a. sérstakt Volkswagen Touareg sölu- og kynningarsvæði, en Touareg er nýr, afar vel búinn jeppi, sem frumsýndur var á bílasýningunni í París, í september 2002. Innan skamms verður gefið upp hvenær Touareg er væntanlegur til landsins. Fjöldi viðskiptavina okkar hafa sýnt þessum bíl sérstakan áhuga, og hafa nú þegar borist margar pantanir.