Karfan er tóm.
Á annað hundrað Skoda bílar þvegnir í HEKLU
01. maí. 2004
Skoda næst mest metni bílaframleiðandinn
Skoda eigendur kunnu svo sannarlega að meta boð um ókeypis þrif og ís á fyrsta maí en þá fagnaði HEKLA því að Skoda náði öðru sæti sem mest metni bílaframleiðandinn í könnun sem JD Power og tímaritið WhatCar? kynntu í síðustu viku.Skoda næst mest metni bílaframleiðandinn
Skoda eigendur kunnu svo sannarlega að meta boð um ókeypis þrif og ís á fyrsta maí en þá fagnaði HEKLA því að Skoda náði öðru sæti sem mest metni bílaframleiðandinn í könnun sem JD Power og tímaritið WhatCar? kynntu í síðustu viku.Skoda næst mest metni bílaframleiðandinn
Skoda eigendur kunnu svo sannarlega að meta boð um ókeypis þrif og ís á fyrsta maí en þá fagnaði HEKLA því að Skoda náði öðru sæti sem mest metni bílaframleiðandinn í könnun sem JD Power og tímaritið WhatCar? kynntu í síðustu viku.
Á annað hundrað Skoda eigendur fengu bílinn sinn þrifinn og gæddu sér á meðan á ís í góða veðrinu. Könnun JD Power er meðal þeirra umfangsmestu sem framkvæmdar eru en í umræddri könnun var rætt við eigendur bíla sem skráðir voru á tímabilinu frá september 2001 til ágúst 2002 og náði könnunin til 33 tegunda bíla (og 120 undirgerða). Alls var haft samband við 23.641 bíleiganda og þeir beðnir um að segja til um bæði kosti og lesti á öllu því sem viðkom rekstri ökutækis viðkomandi, áreiðanleika bílsins, akstur og stjórnun, hagkvæmni og frammistöðu, eldsneytisnotkun og tryggingar. Lexus sigraði í könnun JD Power þetta árið en á eftir Skoda kom Mazda. Í flokki millistóra fólksbíla sigraði Skoda Octavia þriðja árið í röð.