Fara í efni

Audi A2 hlýtur þýskan "hönnunar Óskar"

Audi A2 hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu þegar Johannes Rau, forseti Þýskalands veitti Audi A2 "Hönnunarverðlaun þýska sambandsríkisins fyrir árið 2002" við opnun haustsýningarinnar "Athygli" í Frankfurt þann 30. ágúst. Alls var þremur veitt þessi viðurkenning fyrir framúrskarandi hönnun. 16 aðrir, þar á meðal Audi A4 Saloon, fengu opinbera viðurkenningu fyrir að vera meðal lokakeppenda.Audi A2 hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu þegar Johannes Rau, forseti Þýskalands veitti Audi A2 "Hönnunarverðlaun þýska sambandsríkisins fyrir árið 2002" við opnun haustsýningarinnar "Athygli" í Frankfurt þann 30. ágúst. Alls var þremur veitt þessi viðurkenning fyrir framúrskarandi hönnun. 16 aðrir, þar á meðal Audi A4 Saloon, fengu opinbera viðurkenningu fyrir að vera meðal lokakeppenda.Audi A2 hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu þegar Johannes Rau, forseti Þýskalands veitti Audi A2 "Hönnunarverðlaun þýska sambandsríkisins fyrir árið 2002" við opnun haustsýningarinnar "Athygli" í Frankfurt þann 30. ágúst. Alls var þremur veitt þessi viðurkenning fyrir framúrskarandi hönnun. 16 aðrir, þar á meðal Audi A4 Saloon, fengu opinbera viðurkenningu fyrir að vera meðal lokakeppenda. Dómnefndin útskýrði niðurstöðuna á eftirfarandi hátt: "Með loftfræðilegri hönnun og léttbyggðri yfirbyggingu úr áli sýnir Audi A2 "eins kassa" hönnun á einfaldan, ögrandi og ótvíræðan hátt. Fínlegt yfirbragð innanrýmis er einnig leiðandi í sínum flokki."

Gerhard Pfefferle, yfirmaður hönnunardeildar Audi AG segir: "Audi A2 er þriðji bíll Audi til að hljóta æðstu hönnunarverðlaun Þýskalands í kjölfar Audi A4 Avant og Audi A3. Hönnunarteymi Audi og ég sjálfur erum himinlifandi með þessa viðurkenningu. Hönnun bílsins endurspeglar hugmyndaauðgi fyrirtækis okkar. Audi-bílar framtíðarinnar munu fylgja sífelldri þróun, og hvað varðar útlit, þá munu þeir vekja athygli fyrir sportlegt og áberandi útlit samhliða glæsileika og notagildi".

"Hönnunarverðlaun þýska sambandsríkisins" eru álitin vera fremst í flokki slíkra viðurkenninga í Þýskalandi. Þeim var komið á fót á árinu 1992 af ráðherra efnahagsmála í Þýskalandi sem opinberum hönnunarverðlaunum og var ætlað að undirstrika þróun iðnaðarhönnunar í Þýskalandi. "Hönnunarverðlaun þýska sambandsríkisins" er nýtt nafn á því sem var áður þekkt sem "Hönnunarverðlaun ríkisins" og "Hvatningarverðlaun hönnuða". Þessi viðurkenning er veitt árlega fyrir framleiðslu og til einstaklinga.

Aðeins þær vörur sem áður hafa unnið til hönnunarverðlauna geta tekið þátt í samkeppninni um "Hönnunarverðlaun þýska sambandsríkisins". Audi A2 hefur áður hlotið nokkur slík verðlaun, þar á meðal viðurkenningu fyrir hönnun sem veitt var af Industrie Forum Design í Hannover og nýbreytniverðlaun samtaka iðnaðarins í Þýskalandi. Audi A4 hlaut verðlaun sem nefnd eru "rauði punkturinn: framleiðsluhönnun 2001", sem veitt eru af hönnunarmiðstöðinni í Norður-Rín-Westfalen.

Audi þróar og framleiðir hágæða bifreiðar, og er með starfsemi um allan heim. Á árinu 2001 sendi fyrirtækið frá sér 725.000 Audi-bifreiðar af ýmsum gerðum til viðskiptavina. Á síðasta ári var velta Audi-samsteypunnar um það bil 22 milljarðar Evra. Alls vinna meira en 50.000 starfsmenn hjá samsteypunni.