Fara í efni

Audi A6 í fararbroddi hvað öryggi farþega varðar

Audi A6 fær bestu einkunn í árekstraprófi Euro NCAP.Audi A6 fær bestu einkunn í árekstraprófi Euro NCAP.Audi A6 fær bestu einkunn í árekstraprófi Euro NCAP. Hinn nýi Audi A6 náði besta árangri sem náðst hefur í flokki stórra fólksbíla í tilraunum með öryggi í akstri sem Euro NCAP stóð fyrir. Audi A6 náði samtals 33,30 stigum og var sæmdur fimm stjörnum fyrir öryggi í akstri. Hann varð því efstur í þessum flokki þar sem samkeppnin er afar hörð.

Hönnuðir Audi leggja mjög hart að sér við að tryggja öryggi bílstjóra og farþega eins og framast er unnt. Hönnun Audi-bíla beinist bæði að því að koma í veg fyrir slys og að tryggja hlutlausa og virka öryggisþætti. Þetta tryggir alhliða öryggi þeirra.

Aðaláhersla er lögð á að koma í veg fyrir að slys verði. Audi A6 er búinn nýjustu útgáfu af háþróuðu rafrænu hemlakerfi og úrvals ökuljósum. Allt er gert til að tryggja að ökumaður eigi sem auðveldast með að stjórna bílnum án þess að þreytast og gott útsýni til allra átta tryggir vegfarendum mikið öryggi.

Hinn nýi Audi A6 býr einnig yfir fjölmörgum tæknilegum nýjungum sem auka hlutlaust öryggi hans. Þar má meðal annars nefna gæðasamsetningu og rennilega og sérsmíðaða grindarhluti sem auka styrk yfirbyggingarinnar til muna. Afmörkuð krumpusvæði draga mjög úr höggi við árekstur. Að baki framgrillinu eru sérstakir árekstrarskynjarar og bæði loftpúðar og beltastrekkjarar bregðast mjög snöggt við átaki. Loftpúðar í þaki eru staðalbúnaður. Þeir ná til alls svæðisins við hliðargluggana og tryggja að bæði farþegar og ökumaður eru vel varðir frá öllum hliðum. Virkir hnakkapúðar tryggja enn frekar öryggi þeirra sem sitja frammi í sé ekið aftan á bílinn.

Ofuráhersla er lögð á í allri hönnun og smíði að tryggja allt öryggi eins vel og mögulegt er. Þess vegna rannsakar slysarannsóknardeild Audi fjölda bíla sem lenda í slysum og nýtir sér niðurstöður þeirra rannsókna í stöðugri þróunarvinnu sinni.

Virk öryggiskerfi skipta gríðarmiklu máli. Nýjustu niðurstöður í slysarannsóknum Volkswagen Group benda til þess að slysum af völdum þess að bíll rennur til á veginum hafi fækkað um rúmlega 70 af hundraði hjá þeim bílum sem búnir eru rafræna átaksjöfnunarkerfinu ESP. Þetta þýðir með öðrum orðum að hættan á að velta bíl eða að lenda í hliðarárekstri minnkar um rúmlega helming sé ESP til staðar. Þetta staðfestir réttmæti þeirrar stefnu Audi að skoða alltaf bæði hlutlaust og virkt öryggi í akstri í breiðu samhengi.