Karfan er tóm.
Audi A6 sæmdur Gullna stýrinu
15. nóvember. 2004
Nýi Audi A6 bíllinn hlaut á dögunum mikla viðurkenningu þegar þýska vikublaðið "Bild am Sonntag" valdi þennan nýja og sportlega fólksbíl besta bílinn í flokki lúxusbíla og sæmdi hann Gullna stýrinu eftirsótta. Dr. Martin Winterkorn, stjórnarformaður hjá AUDI AG tók á móti verðlaununum í Berlín miðvikudaginn 10 nóvember sl. Nýi Audi A6 bíllinn hlaut á dögunum mikla viðurkenningu þegar þýska vikublaðið "Bild am Sonntag" valdi þennan nýja og sportlega fólksbíl besta bílinn í flokki lúxusbíla og sæmdi hann Gullna stýrinu eftirsótta. Dr. Martin Winterkorn, stjórnarformaður hjá AUDI AG tók á móti verðlaununum í Berlín miðvikudaginn 10 nóvember sl. Nýi Audi A6 bíllinn hlaut á dögunum mikla viðurkenningu þegar þýska vikublaðið "Bild am Sonntag" valdi þennan nýja og sportlega fólksbíl besta bílinn í flokki lúxusbíla og sæmdi hann Gullna stýrinu eftirsótta. Dr. Martin Winterkorn, stjórnarformaður hjá AUDI AG tók á móti verðlaununum í Berlín miðvikudaginn 10 nóvember sl.
Í dómnefndinni sem fékk það verkefni að úthluta Gullna stýrinu sátu ýmsir þekktir einstaklingar, tæknisérfræðingar, atvinnubílstjórar og rallökumenn. Þeir fengu allir tækifæri til þess að prófa þá bíla sem til greina komu á lokaðri tilraunakappakstursbraut. Audi A6 býr yfir svo góðum aksturseiginleikum að hann náði sama góða árangrinum í akstri og á sviði hönnunar, búnaðar og þæginda.
Gullna stýrið hefur verið veitt bestu nýju bílagerðunum árlega síðan 1975. Þetta er í alls þrettánda sinn sem bílar frá Audi hljóta þessi heiðursverðlaun. Fulltrúi næstu kynslóðar Audi A6 á undan hlaut einnig Gullna stýrið árið 1997.
Gullna stýrið hefur verið veitt bestu nýju bílagerðunum árlega síðan 1975. Þetta er í alls þrettánda sinn sem bílar frá Audi hljóta þessi heiðursverðlaun. Fulltrúi næstu kynslóðar Audi A6 á undan hlaut einnig Gullna stýrið árið 1997.