Fara í efni

Audi TT með nýrri vél og skiptingu

Audi hefur lyft hulunni af fyrstu gerð TT Coupé sem verður með 6 strokka, 3.2 lítra vél. Sjálfskiptingin í bílnum er byggð á nýjustu tækni og nær Audi að sameina kraftinn úr 3.2 lítra vélinni, tækni hinnar sportlegu sjálfskiptingu og Quattro fjórhjóladrifinu til að ná fram frábærum aksturseiginleikum.Audi hefur lyft hulunni af fyrstu gerð TT Coupé sem verður með 6 strokka, 3.2 lítra vél. Sjálfskiptingin í bílnum er byggð á nýjustu tækni og nær Audi að sameina kraftinn úr 3.2 lítra vélinni, tækni hinnar sportlegu sjálfskiptingu og Quattro fjórhjóladrifinu til að ná fram frábærum aksturseiginleikum.Audi hefur lyft hulunni af fyrstu gerð TT Coupé sem verður með 6 strokka, 3.2 lítra vél. Sjálfskiptingin í bílnum er byggð á nýjustu tækni og nær Audi að sameina kraftinn úr 3.2 lítra vélinni, tækni hinnar sportlegu sjálfskiptingu og Quattro fjórhjóladrifinu til að ná fram frábærum aksturseiginleikum. Audi kallar hina nýju tækni DSG (Dynamic Shift Gearbox). Með henni nýtur ökumaður þæginda hefðbundinnar sjálfskiptingar og eiginleika 6 gíra beinskiptingar. Skiptingin er með skiptirofa í stýri þannig að ökumaðurinn þarf aldrei að sleppa hönd af stýri til að skipta um gír. Ökumaður getur valið á milli hefðbundinnar stillingar og sport stillingar. Með einu handtaki getur ökumaður skipt yfir í handvirka stillingu.

Skiptingin byggir á tölvustýrðu kúplingskerfi (Twin multi-plate clutch) og er skiptingunni skipt upp í tvo svæði. 1., 3., 5. og bakkgír eru á "innra svæði" og 2., 4. og 6. gír á "ytra svæði". Skiptingin á sér stað í tveimur þrepum. Þegar nýr gír er valinn velur skiptingin nýjan gír en kúplar ekki frá. Þegar bestu aðstæður fyrir skiptingu nást sér kúplingin um að skipta um gír. Það gerist undir miklum þrýstingi og heldur vélin stöðugu afli allan tímann. Sjálfskiptingin byggir á tækni sem þróuð hefur verið í mótórsporti og var fyrst prófuð af Walter Röhrl í Audi Sport Quattro S1 árið 1985. Skiptingin hefur verið hönnuð til að þola allt að 350 Nm.

3.2 lítra vélin skilar um 250 hestöflum (184 kW) og hámarkstogi 320 Nm. við 2.800 - 3.200 sn./mín. Hröðunin frá 1-100 km./klst. er 6.4 sekúndur og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km./klst.

Bíllinn er búinn miklum öryggisbúnaði, s.s. ABS bremsum með hjálparafli og ESP stöðugleikastýringu. Bremsukerfið í bílnum er einnig nýtt en Audi hefur aðlagað bremsukerfið úr Audi RS4 fyrir TT.

Að öðru leyti er lítið um útlitsbreytingar á Audi TT enda telur Audi hönnun TT nálgast fullkomleika. Loftinntök að framan hafa þó aðeins verið stækkuð og spoiler á afturenda hefur verið stækkaður til að auka stöðugleika.

Bíllinn kemur á markað í Evrópu um miðbik næsta árs.