Fara í efni

Audi TT nú með sex þrepa tiptronic-skiptingu

Hámarksþægindi í gírskiptingum með nýrri sjálfskiptingu Nú er hægt að panta framhjóladrifnu gerðirnar af tveimur sportbílum Audi, TT Coupé og TT Roadster 1,8T, með sex þrepa sjálfskiptingu, en báðir þessir bílar eru með 180 hestafla vél.Hámarksþægindi í gírskiptingum með nýrri sjálfskiptingu Nú er hægt að panta framhjóladrifnu gerðirnar af tveimur sportbílum Audi, TT Coupé og TT Roadster 1,8T, með sex þrepa sjálfskiptingu, en báðir þessir bílar eru með 180 hestafla vél.Hámarksþægindi í gírskiptingum með nýrri sjálfskiptingu Nú er hægt að panta framhjóladrifnu gerðirnar af tveimur sportbílum Audi, TT Coupé og TT Roadster 1,8T, með sex þrepa sjálfskiptingu, en báðir þessir bílar eru með 180 hestafla vél. Þessi sérlega netta og léttbyggða skipting er með sex þrepum, sem gefur sérlega góð skiptihlutföll, en samhliða því einnig gott snúningsvægi. Þetta leiðir af sér samtvinnun á góðu viðbragði og miklum þægindum, sem gefur frábæra aksturseiginleika. Hröðun frá 0 í 100 km/klst er 8,4 sekúndur, og hámarkshraði er 226 km/klst, hvort tveggja atriði sem segja sína sögu. Eldsneytiseyðslan (samkvæmt staðli 1999/100 EG) er 9,1 lítri á 100 km.

Eins og í öðrum bílum frá Audi getur þú einnig skipt sjálfur handvirkt um gíra með tiptronic skiptingunni, sem gefur enn sportlegri tilfinningu í akstri. Þetta er hægt að gera án þess að sleppa höndunum af stýrishjólinu, því það er staðalbúnaður að skiptihnapparnir eru innfelldir í leðurklætt stýrishjólið.

Svonefndur DSP-hugbúnaður sem stýrir gírskiptingunum fylgist stöðugt með aksturslagi þínu og aðlagar gírskiptingarnar að því hverju sinni. Til viðbótar er hugbúnaður fyrir sportlegri akstur staðalbúnaður, og með því að færa skiptistöngina í “S”-stöðu er hægt að kalla fram enn kraftmeira aksturslag með því að hægja á gírskiptingunum.

Með þessari nýju 6 þrepa sjálfskiptingu mætir Audi TT, sem þegar hefur unnið til margvíslegra verðlauna, enn betur kröfum ökumanna sem vilja sportlega aksturseiginleika án þess að þurfa að sjá á bak þægindanna sem sjálfskiptingin veitir.

Ásamt sex þrepa tiptronic skiptingu og leðurklæddu stýrishjóli með innfelldum skiptihnöppum er sjálfvirkur loftfrískunarbúnaður (air-conditioning) staðalbúnaður. Báðar TT-gerðirnar verða fáanlegar frá og með nóvemberbyrjun.

Þegar árgerðarbreytingin gengur í garð frá og með september 2002 verða allir Audi TT búnir akstursupplýsingakerfi sem verður staðalbúnaður. Nýjar gerðir af felgum, nýir frísklegir litir, jafnt að utan sem og á klæðingum að innan og ný hönnun á vatnskassahlíf með þremur áberandi skáröndum verða atriði sem undirstrika nýja 2003 árgerðina. Nýr valkostur hvað varðar aukabúnað verður BOSE hljómkerfi með aflmiklu gagnvirku suðkerfi.

Audi þróar og framleiðir hágæða bifreiðir, og er með starfsemi um allan heim. Á árinu 2001 sendi fyrirtækið frá sér 725.000 Audi-bifreiðir af ýmsum gerðum til viðskiptavina. Á síðasta ári var velta Audi-samsteypunnar um það bil 22 milljarðar Evra. Alls vinna meira en 50.000 starfsmenn hjá samsteypunni.