Fara í efni

Besti fjölsviðs fjölskyldubílinn á Bandaríkjamarkaði

Enn og aftur hlýtur Volkswagen Touareg viðurkenningar. Nú hefur virtasta og vinsælasta bílablað Bandaríkjana, „Motor Trend” útnefnt Volkswagen Touareg bíl ársins 2004 í flokki fjölsviðs fjölskyldubíla. Viðurkenningar „Motor Trend” eru ávallt mikils virði enda um að ræða eftirsóttustu bílaviðurkenningar í Bandaríkjunum.Enn og aftur hlýtur Volkswagen Touareg viðurkenningar. Nú hefur virtasta og vinsælasta bílablað Bandaríkjana, „Motor Trend” útnefnt Volkswagen Touareg bíl ársins 2004 í flokki fjölsviðs fjölskyldubíla. Viðurkenningar „Motor Trend” eru ávallt mikils virði enda um að ræða eftirsóttustu bílaviðurkenningar í Bandaríkjunum.Enn og aftur hlýtur Volkswagen Touareg viðurkenningar. Nú hefur virtasta og vinsælasta bílablað Bandaríkjana, „Motor Trend” útnefnt Volkswagen Touareg bíl ársins 2004 í flokki fjölsviðs fjölskyldubíla. Viðurkenningar „Motor Trend” eru ávallt mikils virði enda um að ræða eftirsóttustu bílaviðurkenningar í Bandaríkjunum. "Volkswagen Touareg heillaði okkur algerlega, akstureinginleikar bílsins, fágun hans og allur búnaður eru með því besta sem við höfum séð,” segir Kevin Smith, aðalritsjótri „Motor Trend”.

Ritstjórn tímaritsins „Motor Trend” velur árlega bíl ársins í flokki fjölsviðs fjölskyldubíla og er valið byggt á þremur þáttum áhrifum, yfirburðum og gæðum. Með áhrifum er átt við áhrif bílsins á markaðinn, tæknilega yfirburði hans, hönnun og öryggi. Þegar leitað er eftir yfirburðum er athyglinni fyrst og fremst beint að því hvort bíllinn sé leiðandi í viðkomandi flokki og þegar gæðin eru metin er tekið tillit til verðs miðað við gæði.

Touareg bíllinn bar sigurorð af 12 örðum bílum sem kepptu í flokki fjölsviðs fjölskyldubíla á bandaríska bílamarkaðnum, einum mikilvægasta bílamarkaði veraldarinnar. Fyrr á árinu útnefndi bandaríska tímaritið „Car and Drive” Volkswagen Touareg V8 besta torfærubílinn í flokki lúxusbíla.