Fara í efni

Didier Auriol ekur fyrir Skoda á næsta ári

Skoda Motorsport hefur tilkynnt að Didier Auriol, fyrrverandi heimsmeistari í ralli, muni keyra fyrir Skoda í heimsmeistarakeppninni í ralli á næsta ári. Þá hefur Skoda tilkynnt að Toni Gardemeister ásamt Auriol muni keyra fyrir Skoda í öllum 13 keppnum á næsta ári.Skoda Motorsport hefur tilkynnt að Didier Auriol, fyrrverandi heimsmeistari í ralli, muni keyra fyrir Skoda í heimsmeistarakeppninni í ralli á næsta ári. Þá hefur Skoda tilkynnt að Toni Gardemeister ásamt Auriol muni keyra fyrir Skoda í öllum 13 keppnum á næsta ári.Skoda Motorsport hefur tilkynnt að Didier Auriol, fyrrverandi heimsmeistari í ralli, muni keyra fyrir Skoda í heimsmeistarakeppninni í ralli á næsta ári. Þá hefur Skoda tilkynnt að Toni Gardemeister ásamt Auriol muni keyra fyrir Skoda í öllum 13 keppnum á næsta ári. Petr Kohoutek. liðsstjóri Skoda Motorsports sagðist mjög ánægður með samninginn við Auriol. Auriol varð heimsmeistari árið 1994 og með honum kemur gríðarleg reynsla sem mun án efa nýtast Skoda liðinu. "Þetta mun hafa úrslitaáhrif um árangur liðsins á næsta ári" sagði Petr. "og þetta hleypir mikilli bjartsýni í Skoda liðið og erum við fullviss að Auriol og Gardemeister muni ná góðum árangri á næsta ári", bætti Petr við.

Auriol var einnig ánægður eftir að samningar við Skoda höfðu náðst. "Ég er mjög ánægður með að hefja samstarf við Skoda og er ekki í neinum vafa um að samstarfið verði farsælt", sagði Auriol. Hann mun aka með fyrrum aðstoðarökumanni sínum, Denis Giraudet og verður fyrsta keppni þeirra í Monte Carlo í janúar á næsta ári. "Ég á góðar minningar frá Monte Carlo og verður frábært að hefja keppni þar, enda hef ég unnið þá keppni þrivegis" sagði Auriol að lokum.

Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um fleiri áhafnir fyrir næsta keppnistímabil. Roman Kresta mun þó áfram keyra fyrir Skoda en þó ekki sé víst hvort hann muni taka þátt í öllum keppnum ársins. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður um Kenneth Erikson, sem keyrt hefur fyrir Skoda liðið á þessu keppnistímabili.