Fara í efni

Einn af fullkomnari kranabílum landsins.

Vélasvið HEKLU afhenti nýlega einn fullkomnasta kranabíl landsins af gerðinni Scania R500, meðal annars búinn lúxuskojuhúsi og sjálvirkri gírskiptingu. Vélasvið HEKLU afhenti nýlega einn fullkomnasta kranabíl landsins af gerðinni Scania R500, meðal annars búinn lúxuskojuhúsi og sjálvirkri gírskiptingu. Vélasvið HEKLU afhenti nýlega einn fullkomnasta kranabíl landsins af gerðinni Scania R500, meðal annars búinn lúxuskojuhúsi og sjálvirkri gírskiptingu. Vélasvið HEKLU afhenti nýlega einn fullkomnasta kranabíl landsins af gerðinni Scania R500, meðal annars búinn lúxuskojuhúsi og sjálvirkri gírskiptingu. Bíllinn er 500 hestöfl og togar vélin 2400 Newtonmetra. Eigandi bílsins er Sigurður Jónasson hjá Vörubílastöðinni Þrótti í Reykjavík. Á bílnum er meðal annars HIAB XS800 bílkrani en kraninn lyftir til dæmis 3.3 tonnum í 18 metra lengd út frá bílnum. Með aukafingri (jib) getur hann teygt sig 32 metra upp í loftið. Á bílnum er krana- og pallsábygging frá finnska framleiðandanum Tyllis og er þannig gengið frá stöðugleika að bíllinn getur unnið með fulla þyngd í 360°. Pallurinn er 7 metrar að lengd ásamt 1,8 meter í vökvalengingu sem hentar vel fyrir lengri farm. Í miðjum pallinum er kjölur sem hentar vel þegar fluttir eru bátar og er pallurinn jafnframt einstaklega lágbyggður sem hentar vel þegar flytja þarf háan farm og auðveldar það jafnframt alla umgengni.