Fara í efni

Eitt stig fyrir Skoda í heimsmeistarakeppninni í ralli

Skoda liðið náði í langþráð stig í heimsmeistarakeppninni í ralli en 13. og næstsíðasta keppni ársins fór fram í Ástralíu um síðustu helgi. Báðir bílar SKoda liðsins kláruðu keppnina. Toni Gardemeister varð sjöundi, rúmum 7 mínútum á eftir sigurvegaranum, Marcus Grönholm sem ekur fyrir Peugeot. Kenneth Erikson varð níundi, tæpum 13 mínútum á eftir fyrsta manni.Skoda liðið náði í langþráð stig í heimsmeistarakeppninni í ralli en 13. og næstsíðasta keppni ársins fór fram í Ástralíu um síðustu helgi. Báðir bílar SKoda liðsins kláruðu keppnina. Toni Gardemeister varð sjöundi, rúmum 7 mínútum á eftir sigurvegaranum, Marcus Grönholm sem ekur fyrir Peugeot. Kenneth Erikson varð níundi, tæpum 13 mínútum á eftir fyrsta manni.Skoda liðið náði í langþráð stig í heimsmeistarakeppninni í ralli en 13. og næstsíðasta keppni ársins fór fram í Ástralíu um síðustu helgi. Báðir bílar SKoda liðsins kláruðu keppnina. Toni Gardemeister varð sjöundi, rúmum 7 mínútum á eftir sigurvegaranum, Marcus Grönholm sem ekur fyrir Peugeot. Kenneth Erikson varð níundi, tæpum 13 mínútum á eftir fyrsta manni. Skoda bifreiðarnar eru orðnar mjög traustar í keppni og bilanir hafa minnkað til mikilla muna. Nú er Skoda liðið farið að horfa til næsta árs en nýtt keppnistímabil hefst í byrjun næsta árs. Eins og fram hefur komið hefur fyrrum heimsmeistari, Didier Auriol, samið við Skoda um að keyra fyrir liðið á næsta ári.

Úrslit Ástralíurallsins urðu sem hér segir:

1. Marcus GRÖNHOLM, Peugeot 206 WRC, 3:35:56.5
2. Harri ROVANPERÄ, Peugeot 206 WRC +0:00:57.3
3. Petter SOLBERG, Subaru Impreza, +0:01:28.7
4. Tommi MÄKINEN, Subaru Impreza, +0:02:41.0
5. Carlos SAINZ, Ford Focus, +0:03:09.0
6. Markko MÄRTIN, Ford Focus, +0:06:21.5
7. Toni GARDEMEISTER, Skoda Octavia, +0:07:11.6
8. Sébastien LOEB, Citroen Xsara, +0:09:06.1
9. Kenneth ERIKSSON, Skoda Octavia, +0:12:46.4

Staðan í keppni til heimsmeistara er sem hér segir:

1. Marcus GRÖNHOLM, 77 stig
2. Richard BURNS, 34 stig
3. Colin MCRAE, 33 stig
4. Carlos SAINZ, 32 stig
5. Gilles PANIZZI, 31 stig
6. Harri ROVANPERÄ, 30 stig
13. Toni GARDEMEISTER, 3 stig
17. Kenneth ERIKSSON, 1 stig

Keppni bílaframleiðenda er sem hér segir:

1. Peugeot, 163 stig
2. Ford, 94 stig
3. Subaru, 54 stig
4. Hyundai 9 stig
5. Mitsubishi, 9 stig
6. Skoda, 9 stig

Síðasta keppni ársins fer fram á Bretlandi 14. - 17. nóvember nk.