Fara í efni

Enn bætist í sterkan flota hjá Þrótti Akranesi

Nú nýlega afhenti Vélasvið HEKLU Helga Þorsteinssyni nýja CAT 330DL.Nú nýlega afhenti Vélasvið HEKLU Helga Þorsteinssyni nýja CAT 330DL.Nú nýlega afhenti Vélasvið HEKLU Helga Þorsteinssyni nýja CAT 330DL. Jafnframt verður honum afhent ný CAT 324DL m/rótortilti síðar í júní. Þetta verða vélar númer 7 og 8 sem Þróttur hefur fengið afhent síðan 2005, jarðýtur, beltagröfur hjólagröfu og traktórsgröfu, og má þá nánast heita að eingöngu Caterpillar vinnuvélar skipi góðan tækjaflota Þróttar.

Aðalástæða Helga fyrir fjárfestingu í Caterpillar vinnuvélum er góðar vélar með tilliti til aðbúnaðar fyrir stjórnanda og síðast en ekki síst hefur Vélasvið HEKLU á að skipa gríðarlega reynslumiklu og hæfu starfsfólki á sviði þjónustu varahluta og viðhalds.

Samvinna Þróttar við Caterpillar og HEKLU hefur nú spannað 50 ár, en einmitt í ár eru 50 ár síðan Þróttur fékk afhenta fyrstu CAT velina en það var D6 jarðýta, síðan þá hefur Þróttur alltaf átt að skipa D6 í flotanum sínum. Þess má jafnframt geta að 60 ár eru síðan faðir Helga Þorsteins stofnaði Þrótt, þannig að fyrirtækið er jafngamalt samstarfi CAT og HEKLU.