Fara í efni

Ferð Pajeróklúbbsins á Þingvelli og upp í Borgarfjörð!

Nú verður haldið í þriðju ferð Pajeróklúbbsins en stefna klúbbsins er að vera með 1-2 ferðir á ári, félagsmönnum og Mitsubishi eigendum til ánægju. Klúbburinn var stofnaður í ársbyrjun 2003 og félögum fjölgar ört.Nú verður haldið í þriðju ferð Pajeróklúbbsins en stefna klúbbsins er að vera með 1-2 ferðir á ári, félagsmönnum og Mitsubishi eigendum til ánægju. Klúbburinn var stofnaður í ársbyrjun 2003 og félögum fjölgar ört.Nú verður haldið í þriðju ferð Pajeróklúbbsins en stefna klúbbsins er að vera með 1-2 ferðir á ári, félagsmönnum og Mitsubishi eigendum til ánægju. Klúbburinn var stofnaður í ársbyrjun 2003 og félögum fjölgar ört. Hægt verður að velja um tvær leiðir austur á Þingvelli, annarsvegar malbikið (fyrir þá sem vilja ekki óhreinka bílana) og hins vegar að fara svokallaða Esjuleið, með Leirvogsánni upp að Skálafelli sem er skemmtileg leið, ekið nokkru sinnum yfir ána, og ein nokkuð krefjandi brekka þar sem hægt er að velja um þrjár miserfiðar leiðir upp. Frá Þingvöllum er farið upp Tröllháls og niður í átt að Lundareykjardal. Stansað við Biskupsbrekku og víðar (tekur ca. 20 mín. akstur og 10 mín. í stopp í hvert sinn). Farið verður af þessum vegi niður í Skorradal (30 mín, svolítið gróft en fært öllum jeppum). Falleg leið og mjög gaman að koma svona "öfugu" megin í Skorradalinn. Þeir sem hafa ekki áhuga á þessari leið geta farið niður Lundarreykjardalinn.

Loks verður ekið sunnanmegin við Skorradalsvatn eftir nokkuð krefjandi jeppaleið. Sú leið er fær öllum jeppum, en þeir sem treysta sér ekki geta farið hefðbundna leið fram hjá sumarhúsbyggðinni og hitt hópinn hinu megin vatnsins. Tekur um 30 mín.

Þegar komið er að Þórisstöðum verður boðið upp á grillaðar pylsur og hamborgara. Hægt verður að veiða í vatninu til klukkan 15:00 og eftir það er heimferðin frjáls og hver og einn fer það sem hann kýs. Á Þórisstöðum er einnig 9 holu golfvöllur og er hægt að kaupa sér rástíma hjá staðarhöldurum.

Valinkunnur fararstjóri verður með í för og mun hann segja frá umhverfinu á Þingvöllum og að Þórisstöðum

sjá nánar á heimasíðu Pajeróklúbbsins.