Fara í efni

Fjögur þúsund notaðir bílar seldir hjá Bílaþingi HEKLU

Bílaþing HEKLU afhenti á dögunum fjögur þúsundasta bílinn sem seldur er á árinu. Árið 2005 er metár hjá Bílaþingi því að aldrei áður hafa 4.000 notaðir bílar selst á einu ári. Bílaþing HEKLU afhenti á dögunum fjögur þúsundasta bílinn sem seldur er á árinu. Árið 2005 er metár hjá Bílaþingi því að aldrei áður hafa 4.000 notaðir bílar selst á einu ári. Bílaþing HEKLU afhenti á dögunum fjögur þúsundasta bílinn sem seldur er á árinu. Árið 2005 er metár hjá Bílaþingi því að aldrei áður hafa 4.000 notaðir bílar selst á einu ári. Bíll númer 4.000 var af gerðinni Volkswagen Touareg og af því tilefni fékk kaupandinn, Tryggvi Guðmundsson, blóm frá sölufólki Bílaþings HEKLU.

Jón Trausti Ólafsson, markaðsstjóri HEKLU, er að vonum ánægður með árangurinn.
„Salan er nokkuð jöfn hjá okkur yfir árið og desember mánuður, sem er öllu jöfnu lakasti bílasölumánuður ársins, hefur verið góður – og sérstaklega vikan fyrir jól. Við afgreiddum 15-20 bíla á Bílaþingi og 31 nýjan bíl á Þorláksmessu.”

Í haust opnaði Bílaþing HEKLU nýtt útibú á Kletthálsi 11 en er einnig með starfsemi í húsnæði HEKLU hf. á Laugavegi 174. Alls starfa 10 sölumenn hjá Bílaþingi HEKLU.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Bjarki Steingrímsson, Stefán Fannar Sigurjónsson, Tryggvi Guðmundsson, Sólveig Ásta Gautadóttir og Tryggvi B. Andersen.