Karfan er tóm.
Fyrsta notkun nýja Blóðsöfnunarbíls Blóðbankans
09. október. 2002
Fyrsta notkun nýja Blóðsöfnunarbíls Blóðbankans fór fram í HEKLU, miðvikudaginn 9. október. Starfsfólk HEKLU lét ekki sitt eftir liggja og um 50 starfsmenn fyrirtækisins komu og gáfu blóð. Bifreiðin, sem er af Scania gerð, verður í fyrstu notuð við blóðsöfnun á höfuðborgarsvæðinu og nágrannabyggðum í um það bil 100 km radíus frá höfuðborginni. Ætlunin er að sækja heim stóra vinnustaði, skóla og verslunarmiðstöðvar.Fyrsta notkun nýja Blóðsöfnunarbíls Blóðbankans fór fram í HEKLU, miðvikudaginn 9. október. Starfsfólk HEKLU lét ekki sitt eftir liggja og um 50 starfsmenn fyrirtækisins komu og gáfu blóð. Bifreiðin, sem er af Scania gerð, verður í fyrstu notuð við blóðsöfnun á höfuðborgarsvæðinu og nágrannabyggðum í um það bil 100 km radíus frá höfuðborginni. Ætlunin er að sækja heim stóra vinnustaði, skóla og verslunarmiðstöðvar.Fyrsta notkun nýja Blóðsöfnunarbíls Blóðbankans fór fram í HEKLU, miðvikudaginn 9. október. Starfsfólk HEKLU lét ekki sitt eftir liggja og um 50 starfsmenn fyrirtækisins komu og gáfu blóð. Bifreiðin, sem er af Scania gerð, verður í fyrstu notuð við blóðsöfnun á höfuðborgarsvæðinu og nágrannabyggðum í um það bil 100 km radíus frá höfuðborginni. Ætlunin er að sækja heim stóra vinnustaði, skóla og verslunarmiðstöðvar.
Í innanrými bílsins er fullbúin stofa fyrir blóðtöku á allt að fjórum einstaklingum í einu, auk biðstofu og vinnurýmis fyrir starfsfólk Blóðbankans. Rafkerfi bifreiðarinnar er hægt að tengja við raforkunet á viðkomustöðum og vökvaknúnir stoðfætur eru undir bifreiðinni til að rétta hana af, ef lagt er í halla og er bifreiðin þannig stöðug og laus við vagg sem gjarnan fylgir umgengni. Bíllinn sem er af Scania gerð var fluttur inn til landsins af HEKLU og gefinn Blóðbankanum af Rauða Kross Íslands.