Fara í efni

Heimsmeistarakeppninni í ralli lokið

Heimsmeistarakeppninni í ralli lauk um helgina en þá fór fram Bretlandsrallið. Úrslit heimsmeistarakeppninnar voru löngu ráðin og mörg liðanna nú þegar farin að horfa til næsta keppnistímabils sem hefst snemma á næsta ári.Heimsmeistarakeppninni í ralli lauk um helgina en þá fór fram Bretlandsrallið. Úrslit heimsmeistarakeppninnar voru löngu ráðin og mörg liðanna nú þegar farin að horfa til næsta keppnistímabils sem hefst snemma á næsta ári.Heimsmeistarakeppninni í ralli lauk um helgina en þá fór fram Bretlandsrallið. Úrslit heimsmeistarakeppninnar voru löngu ráðin og mörg liðanna nú þegar farin að horfa til næsta keppnistímabils sem hefst snemma á næsta ári. Petter Solberg á Subaru sigraði Bretlandsrallið eftir að Richard Burns hafði gert heiðarlega tilraun til að ná honum. Skoda liðið náði ekki neinum sérstökum árangri, 10., 13. og 15. sæti. Toni Gardemeister var sæmilega ánægður með árangurinn en hann hafði þó vonast eftir að ná áhöfn Hyundai. Það tókst ekki og varð Hyundai einu stigi ofar en Skoda og Mitsubishi í keppni bílaframleiðenda.

Kenneth Erikson var ekki sérlega ánægður eftir aksturinn um helgina en bilun í bremsukerfi hindraði hann og Tinu Thörner í að ná betri árangri en raun bar vitni.

Pavel Janeba, liðstjóri Skoda liðsins sagði eftir rallið að keppnistímabilið hafi verið mun erfiðara heldur en tímabilið 2001. "Keppnir voru alls 14 og við vorum ávallt með 3 bíla í hverri keppni" sagði Pavel en "munurinn á okkur og efstu bílunum hefur minnkað og við höfum sýnt stöðugar framfarir á árínu." bætti Pavel við. Skoda lítur björtum augum á keppnistímabilið árið 2003.

Árangur Mitsubishi olli nokkrum vonbrigðum en François Delecour varð í 17. sæti og Jani Paasonen varð í 18. sæti.

Lokaúrslit Rally Great Britain:

1. Petter SOLBERG, SUBARU Impreza, 3:30:36.4
2. Markko MARTIN, FORD focus, :31:00.8
3. Carlos SAINZ, FORD Focus, 3:32:12.1
4. Tommi MAKINEN, SUBARU Impreza, 3:33:13.9
5. Colin MCRAE, FORD Focus, 3:33:37.9
6. Mark HIGGINS, FORD Focus, 3:35:28.3
7. Harri ROVANPERA, Peugeot 206, 3:35:52.2
8. Freddy LOIX, Hyundai Accent, 3:35:52.3
9. Juha KANKKUNEN, Hyundai Accent, 3:36:05.5
10. Toni GARDEMEISTER, SKODA Octavia, 3:36:39.3
13. Kenneth Eriksson, SKODA Octavia, 3:41:01.8
15. Roman KRESTA, SKODA Octavia, 3:47:02.4


Lokastða í keppni ökumanna:

1. Marcus GRÖNHOLM, Peugeot, 77 stig
2. Petter SOLBERG, Subaru, 37 stig
3. Carlos SAINZ, Ford, 36 stig
4. Colin MCRAE, Ford, 35 stig
5. Richard BURNS, Peugeot, 34 stig
6. Gilles Panizzi, Peugeot, 31 stig
7. Harri ROVANPERÄ, Peugeot, 30 stig
8. Tommi MÄKINEN, Subaru, 22 stig
9. Markko MÄRTIN, Ford, 20 stig
10. Sebastien LOEB, Citroën, 18 stig
11. Philippe BUGALSKI, Citroën,7 stig
12. Thomas RÅDSTRÖM, Citroën, 4 stig
13. Toni GARDEMEISTER, Škoda, 3 stig
14. Alister MCRAE, Mitsubishi, 2 stig

= Bruno THIRY, Peugeot, 2 stig
= Juha Kankkunen, Hyundai, 2 stig
17. Kenneth ERIKSSON, Škoda, 1 stig
= Freddy Loix, Hyundai, 1 stig
= Jesus Puras, Citroën, 1 stig
= Mark Higgins, Ford, 1 stig

Lokastaðan í keppni bílasmiða:

1. Peugeot, 165 stig
2. Ford, 104 stig
3. Subaru, 67 stig
4. Hyundai, 10 stig
5. Skoda, 9 stig
6. Mitsubishi, 9 stig