Fara í efni

Heimsmeistarkeppnin í ralli hafin

Heimsmeistarakeppnin í ralli hófst um síðustu helgi. Að venju fór fyrsta rall ársins fram í Mónakó en alls verður keppt í 14 löndum, aðallega í Evrópu.Heimsmeistarakeppnin í ralli hófst um síðustu helgi. Að venju fór fyrsta rall ársins fram í Mónakó en alls verður keppt í 14 löndum, aðallega í Evrópu.Heimsmeistarakeppnin í ralli hófst um síðustu helgi. Að venju fór fyrsta rall ársins fram í Mónakó en alls verður keppt í 14 löndum, aðallega í Evrópu. Skoda áfram á réttri braut

Skoda liðið er tilbúið fyrir keppnistímabilið í ár. Keppnisbíllinn, Skoda Octavia WRC3, hefur verið þróaður með það fyrir augum að bæta áreiðanleika. Lykilmaður í þeirri þróun er fyrrum heimsmeistari í ralli, Didier Auriol en hann hefur reynst liðinu gríðarlega vel. Reynsla hans og mikil yfirvegun á ekki einungis eftir að reynast vel í keppni heldur einnig í allri þróun á keppnisbílum Skoda.

Þrefaldur sigur Citroen

Citroen mætti geysiöflugt til leiks á malbikinu í Monte Carlo og lenti í þremur efstu sætunum. Franski ökuþórinn Sebastian Loeb, kom fyrstur í mark 38,1 sekúndu á undan Colin McRae og 52,2 sekúndum á undan Carlos Sainz. Sigurinn var mjög sætur fyrir Loeb þar sem hann var dæmdur úr leik í sama ralli fyrir ári síðan. Einnig er hann fyrsti franski ökumaðurinn til að sigra á frönskum bíl í Mónakórallinu í yfir 20 ár.

2 stig fyrir Skoda

Didier Auriol varð níundi í rallinu og skilaði tveimur stigum fyrir Skoda í keppni bílaframleiðenda. Auriol var ánægður með árangurinn og sagði eftir rallið: "Við keyrðum eins og við gátum. Aðstæður voru oft á tíðum mjög erfiðar en bíllinn kom okkur ekkert á óvart. Uppsetningin á bílnum fyrir rallið var hárrétt en við höfðum verið við prófanir í desember. Ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins að hafa skilað tveimur stigum í keppni bílaframleiðenda." Pavel Janeba, liðsstjóra var létt þegar Octavian ók yfir marklínuna. "Ég er mjög sáttur við árangurinn og Auriol skilaði mjög fagmannlegri vinnu nú um helgina" Toni Gardemeister varð að hætta keppni á fyrsta keppnisdegi en hann átti í vandræðum með eldsneytiskerfið í bílnum.

Lokaúrslit í Monte Carlo

1. Sebastien LOEB/Daniel ELENA, CITROËN Xsara, 4:29:11.4
2. Colin MCRAE/Derek RINGER, CITROËN Xsara, 4:29:49.5
3. Carlos SAINZ/Marc MARTI, CITROËN Xsara, 4:30:03.6
4. Markko MÄRTIN/Michael Park, FORD Focus RS WRC02, 4:30:06.9
5. Richard BURNS/Robert REID, PEUGEOT 206 WRC, 4:32:27.9
6. Cedric ROBERT/Gerald BEDON, PEUGEOT 206 WRC, 4:34:28.1
7. Francois DUVAL/Jean-Marc FORTIN, FORD Focus RS WRC02, 4:34:28.5
8. Armin SCHWARZ/Manfred HIEMER, HYUNDAI Accent WRC, 4:35:53.7
9. Didier AURIOL/Denis GIRAUDET, SKODA Octavia WRC, 4:36:25.2
10. Roman KRESTA/Milos HULKA, PEUGEOT 206 WRC, 4:37:02.3

Staða ökumanna

1. Sebastien LOEB (F), Citroën, 10 stig
2. Colin MCRAE (GB), Citroën, 8 stig
3. Carlos SAINZ (E), Citroën, 6 stig
4. Markko MÄRTIN (EE), Ford, 5 stig
5. Richard BURNS (GB), Peugeot, 4 stig
6. Cedric ROBERT (F), Peugeot, 3 stig
7. Francois DUVAL (B), Ford, 2 stig
8. Armin SCHWARZ (MC) Hyundai, 1 stig

Staða keppnisliða

1. Citroën, 18 stig
2. Ford, 10 stig
3. Peugeot, 6 stig
4. Hyundai, 3 stig
5. Skoda, 2 stig