Fara í efni

HEKLA frumsýnir nýjan Mitsubishi Outlander

HEKLA frumsýnir um land allt nýjan Mitsubishi Outlander, 7 manna aldrifinn jeppling. HEKLA frumsýnir um land allt nýjan Mitsubishi Outlander, 7 manna aldrifinn jeppling. HEKLA frumsýnir um land allt nýjan Mitsubishi Outlander, 7 manna aldrifinn jeppling. Í Outlander er að finna einstakt samspil sportlegra aksturseiginleika, djarfrar útlitshönnunar og óþrjótandi notkunarmöguleika og er Outlander því kjörinn bill fyrir þá sem eru mikið á ferðinni.

Í Outlander kynnir Mitsubishi margar af nýstárlegum tækninýjungum sínum. Outlander aðgreinir sig frá keppinautunum með einstökum aksturseiginleikum og þægindum í akstri. Rætur hans liggja djúpt í sterkri hefð Mitsubishi fyrir aflmiklum bílum og Outlander býður upp á nýja reynslu í akstursánægju. Outlander hefur sveigjanleika og notkunarmöguleika jeppans en aksturseiginleikarnir eru meira í ætt við fólksbíla. Breytileg sætaskipan og stækkanlegt farangursrými auðvelda allt skipulag - t.d. við útilegur og verslunarferðir. Miðjusætaröðin í Outlander er niðurfellanleg í hlutföllunum 60/40. Sérstakir losarar eru til sín hvorrar handar í farangursrýminu. Þegar tekið er í þá falla miðjusætin fram og farangursrýmið stækkar til muna. Tvö farþegasæti eru svo í þriðju sætaröð sem falla slétt ofan í gólfið í farangursrýminu þegar meiri þörf er fyrir farangursrými en farþegarými.

Rafeindastýrt aldrifskerfi
Til að tryggja hámarksgrip er Outlander útbúinn aldrifsstýrikerfi, (AWC). Í AWC-kerfinu er rafeindastýrt aldrifskerfi ásamt stöðugleika- og spólvarnarstýrikerfi. AWC-kerfið tryggir gott veggrip og aksturseiginleika á hálu vegyfirborði. Valið er um þá stillingu sem hentar best hverju sinni, framdrif, aldrif, eða aldrif með læsingu, með því að snúa drifstýrihnappnum sem er staðsettur á milli framsætanna. Um leið og það er gert breytast eiginleikar drifkerfsins sem tryggir öruggan akstur við jafnvel erfiðustu aðstæður.

Vel búinn jepplingur á sanngjörnu verði
Outlander er fáanlegur fyrst um sinn með 2,0 lítra DI-D dísilvél sem skilar bílnum 140 hestöflum og er afar neyslugrönn á eldsneyti. Hægt er að fá bílinn afar vel búinn s.s. með blátannarbúnaði fyrir síma, Xenon aðalljósum, 18" léttmálmsfelgum og 650-vatta Rockford Fosgate hljómtæki sem er sérstaklega þróað fyrir Outlander. Hljómtækin koma með 6-diska geislaspilara fyrir CD og MP3 og AM/FM útvarpi. Þá flytur 8-rása magnari tónlistina í gegnum níu hátalara og bassahátalarinn sér um að grunnurinn sé áhrifaríkur.

Outlander fæst í fjórum mismunandi útfærslum og er grunnverð bílsins 3.450.000 krónur.