Fara í efni

HEKLA kynnir Mitsubishi Pajero um helgina á öflugri 4x4 sýningu

Nú um helgina verður mikið um dýrðir á 4x4 sýningu HEKLU þar sem kröftugir og öryggir 4x4 bílar fá að njóta sín. Meðal annars verður kynntur Mitsubishi Pajero í nýjum búningi með fjölmörgum útlitsbreytingum sem gera Pajero, konung jeppanna, enn fallegri. Nú um helgina verður mikið um dýrðir á 4x4 sýningu HEKLU þar sem kröftugir og öryggir 4x4 bílar fá að njóta sín. Meðal annars verður kynntur Mitsubishi Pajero í nýjum búningi með fjölmörgum útlitsbreytingum sem gera Pajero, konung jeppanna, enn fallegri. Nú um helgina verður mikið um dýrðir á 4x4 sýningu HEKLU þar sem kröftugir og öryggir 4x4 bílar fá að njóta sín. Meðal annars verður kynntur Mitsubishi Pajero í nýjum búningi með fjölmörgum útlitsbreytingum sem gera Pajero, konung jeppanna, enn fallegri. Fáir jeppar á markaðinum hafa þróast jafn mikið í aksturskeppnum eins og Mitsubishi Pajero og nú tuttugu árum eftir að fyrsti Pajero-jeppinn var frumkynntur, er enn komið að tímamótum.

HEKLA kynnir Pajero jeppann í höfuðstöðvum sínum í Reykjavík, og HEKLU Reykjanesbæ, ásamt því sem í boði er reynslakstur. Ný ímynd Mitsubishi Motors birtist m.a. í endurhönnuðu grilli, með stærra 3ja demanta merki, sem nú er krómað og fellt inn í þríhyrnda umgjörð, sem byggir á útliti merkisins. Ný árgerð Pajero er með nýjungum, sem öllum er ætlað að stuðla að bættu útliti og nýjum áherslum Mitsubishi, meiri þægindum og enn hærra öryggisstigi. Í Reykjavík verður opið frá kl. 12-16 laugardag og sunnudag.

Pajero er ein söluhæsta bifreið Mitsubishi Motors í heiminum. Frá 1982 hafa meira en 2.100.000 Pajero verið framleiddir. Sú verðmæta reynsla sem þrjár kynslóðir af Pajero hafa aflað við erfiðar aðstæður í aksturskeppnum í torfærum er staðfesting á eiginleikum og þolgæði Pajero en bifreiðin státar af átta heildarsigrum í Dakar-rallinu, nú síðast árið 2003 þegar Pajero skipaði 3 efstu sæti í þessari erfiðustu aksturskeppni heims.

Verðlisti fyrir Pajero

Fara á mitsubishi.is