Fara í efni

Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni

Laugardaginn 31. ágúst sl. fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni Bindindisfélags Ökumanna. Hörkubarátta fór þar fram, þar sem færustu ökumenn landsins komu saman til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.Laugardaginn 31. ágúst sl. fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni Bindindisfélags Ökumanna. Hörkubarátta fór þar fram, þar sem færustu ökumenn landsins komu saman til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.Laugardaginn 31. ágúst sl. fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni Bindindisfélags Ökumanna. Hörkubarátta fór þar fram, þar sem færustu ökumenn landsins komu saman til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Rétt til þátttöku höfðu allir þeir sem sigruðu í undankeppnum Ökuleikninnar í sumar, alls um 40 manns. Keppendur sem mættu til úrslita voru alls 26 og var ekið í 2 riðlum, karla- og kvennariðli. Allir keppendur keyrðu í gegn um brautina á nýjum Volkswagen Polo frá HEKLU sem var einn af styrktaraðilum keppninnar eins og mörg undanfarin ár.

Sigurvegari í kvennariðli var Fríða Halldórsdóttir sem hlaut alls 482 refsistig en í karlaflokki sigraði Sighvatur Jónsson með 371 refsistig. Bæði Fríða og Sighvatur koma úr Reykjavík en keppendur komu alls staðar af landinu.