Fara í efni

KSÍ OG HEKLA skrifa undir samning til fjögurra ára

Knattspyrnusamband Íslands og HEKLA hf. skrifuðu í dag undir nýjan samstarfssamning í höfuðstöðvum HEKLU við Laugaveg. Samningurinn er til fjögurra ára og var undirritaður af Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ og Sigfúsi R. Sigfússyni, forstjóra HEKLU.Knattspyrnusamband Íslands og HEKLA hf. skrifuðu í dag undir nýjan samstarfssamning í höfuðstöðvum HEKLU við Laugaveg. Samningurinn er til fjögurra ára og var undirritaður af Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ og Sigfúsi R. Sigfússyni, forstjóra HEKLU.Knattspyrnusamband Íslands og HEKLA hf. skrifuðu í dag undir nýjan samstarfssamning í höfuðstöðvum HEKLU við Laugaveg. Samningurinn er til fjögurra ára og var undirritaður af Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ og Sigfúsi R. Sigfússyni, forstjóra HEKLU. Á samningstímanum verða bifreiðar frá HEKLU áberandi í starfsemi KSÍ auk þess sem æfingabúningar A-landsliða karla og kvenna verða merktir HEKLU.

„Við erum stoltir af því að geta stutt við bakið á íþróttum í landinu. KSÍ er öflugt samband með mikinn sprengikraft og metnaðarfullt starf og þar liggja leiðir HEKLU og KSÍ saman að okkar mati. Samstarf þessara aðila nær aftur til ársins 1995 og íslensk knattspyrna hefur á þeim tíma eflst og blómstrað. Okkur í HEKLU er því mikil ánægja að því að endurnýja samninginn í fjögur ár til viðbótar“, segir Sigfús R. Sigfússon, forstjóri HEKLU.

Þá var jafnframt skýrt frá því á blaðamannafundi KSÍ og HEKLU að íslenska landsliðið muni leika í nýjum búningum frá Errea í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. HEKLA mun, í samstarfi við KSÍ, vera aðalsöluaðili búninganna, sem verða eingöngu seldir í gegnum vef fyrirtækisins www.hekla.is. Ákveðið hefur verið að 10% af söluandvirði búninganna renni í byggingarsjóð Barnaspítala Hringsins.

Sala Landsliðsbúninga á netinu hefst mánudaginn 14. október

Sjá nánari fréttir af A Landsliði Íslands á HEKLUSPORTI