Fara í efni

Lancer á frábæra endurkomu á markaðinn

Nýr Mitsubishi Lancer var frumsýndur hjá HEKLU um helgina og óhætt að segja að móttökur hafi verið frábærar. Um er að ræða fyrsta nýja Lancer bílinn sem Mitsubishi verksmiðjurnar senda frá sér í sjö ár. Lancer bílarnir hafa fest rætur hér á landi og voru í hópi mest seldu bíla landsins síðasta áratugar enda traustur fólksbíll með lága bilanatíðni.Nýr Mitsubishi Lancer var frumsýndur hjá HEKLU um helgina og óhætt að segja að móttökur hafi verið frábærar. Um er að ræða fyrsta nýja Lancer bílinn sem Mitsubishi verksmiðjurnar senda frá sér í sjö ár. Lancer bílarnir hafa fest rætur hér á landi og voru í hópi mest seldu bíla landsins síðasta áratugar enda traustur fólksbíll með lága bilanatíðni.Nýr Mitsubishi Lancer var frumsýndur hjá HEKLU um helgina og óhætt að segja að móttökur hafi verið frábærar. Um er að ræða fyrsta nýja Lancer bílinn sem Mitsubishi verksmiðjurnar senda frá sér í sjö ár. Lancer bílarnir hafa fest rætur hér á landi og voru í hópi mest seldu bíla landsins síðasta áratugar enda traustur fólksbíll með lága bilanatíðni. Ríkulegur staðalbúnaður
Mitsubishi bílarnir hafa verið þekktir fyrir ríkulegan staðalbúnað og er Lancer bíllin engin undantekning þar á. Meðal búnaðar má nefna ABS hemlakerfi með hemlunarátaksdreifingu, sex öryggisloftpúða, álfelgur, loftkælingu, rafdrifna og upphitaða útispegla, þokuluktir í framstuðurum, upphituð framsæti, rafdrifnar rúður að framan og aftan og útvarp með geilsaspilara, svo eitthvað sé nefnt.

Stallbakur og skutbíll
Nýi Lancer bílinn kemur í tveimur útgáfum, sem 4 dyra stallbakur og fimm dyra skutbíll. Hann er framleiddur með þremur gerðum bensínvéla en einungis tvær þær öflugustu verða boðnar hér á landi, 1,6 lítra, fyrir báða bílana auk þess sem skutbíllinn er fáanlegur í sportútgáfu og er þá með 2,0 lítra vél. Báðir bílarnir eru fáanlegir beinskiptir eða með fjögurra þrepa sjálfskiptingu með beinskiptimöguleika.

Nánari upplýsingar er að finna á www.mitsubishi.is