Fara í efni

Laugardaginn 28. apríl sl. frumsýndi HEKLA tvær nýjar gerðir af Volkswagen.

Touareg - Metsölulúxusjeppi frá Volkswagen Touareg fæst nú fyrstur Volkswagen-bíla nýja átta strokka vél V8 FSI sem skilar 350 hestöflum með beinni innsprautun. Nýja 32-ventla vélin hefur 400 Newton-metra snúningsvægi og nær 244 km hámarkshraða á klst. Næsta vél fyrir neðan hina nýju V8 FSI vél er önnur bensínvél með beinni innsprautun, hin tæknilega náskylda V6 FSI, 280 hestöfl.Touareg - Metsölulúxusjeppi frá Volkswagen Touareg fæst nú fyrstur Volkswagen-bíla nýja átta strokka vél V8 FSI sem skilar 350 hestöflum með beinni innsprautun. Nýja 32-ventla vélin hefur 400 Newton-metra snúningsvægi og nær 244 km hámarkshraða á klst. Næsta vél fyrir neðan hina nýju V8 FSI vél er önnur bensínvél með beinni innsprautun, hin tæknilega náskylda V6 FSI, 280 hestöfl.Touareg - Metsölulúxusjeppi frá Volkswagen Touareg fæst nú fyrstur Volkswagen-bíla nýja átta strokka vél V8 FSI sem skilar 350 hestöflum með beinni innsprautun. Nýja 32-ventla vélin hefur 400 Newton-metra snúningsvægi og nær 244 km hámarkshraða á klst. Næsta vél fyrir neðan hina nýju V8 FSI vél er önnur bensínvél með beinni innsprautun, hin tæknilega náskylda V6 FSI, 280 hestöfl.

Laugardaginn 28. apríl sl. frumsýndi HEKLA tvær nýjar gerðir af Volkswagen.

Touareg - Metsölulúxusjeppi frá Volkswagen
Touareg fæst nú fyrstur Volkswagen-bíla nýja átta strokka vél V8 FSI sem skilar 350 hestöflum með beinni innsprautun. Nýja 32-ventla vélin hefur 400 Newton-metra snúningsvægi og nær 244 km hámarkshraða á klst. Næsta vél fyrir neðan hina nýju V8 FSI vél er önnur bensínvél með beinni innsprautun, hin tæknilega náskylda V6 FSI, 280 hestöfl. Á síðari hluta ársins 2007 verður einnig hægt að fá hinn nýja Touareg með hinni einstöku W 12 Volkswagen Individual vél sem skilar 450 hestöflum. Volkswagen er í allra fremstu röð í hópi framleiðenda dísilvéla og býður því að sjálfsögðu einnig framsæknar TDI-vélar í nýja Touareg-bílinn. Allar TDI-vélar fyrir lúxusjeppann eru búnar sótagnasíu sem staðalbúnaði. Í boði eru þrjár dísilvélar með forþjöppu og beinni innsprautun, R5 TDI, 174 hestöfl., V6 TDI, 225 hestöfl og V10 TDI, 313 hestöfl.

Touareg er búinn sex þrepa sjálfskiptingu. Aflinu er miðlað með sítengdu aldrifi um millikassa með lágu drifi sem hægt er að grípa til í akstri utan malbiks. Þá er aflinu miðlað um mismunadrif á bæði fram- og afturöxli og í milli-mismunadrifi. Milli-mismunadrifið er með venjulegri læsingu en einnig er fáanleg læsing á mismunadrif afturöxuls. Afldreifingin er 50:50 þegar akstursskilyrði eru eðlileg á venjulegum vegi. Millikassinn getur hins vegar miðlað vélaraflinu allt að 100% á annan hvorn öxulinn. Rafeindastýrð mismunadrifslæsing á öllum fjórum hjólum tryggir jafna og nákvæma dreifingu vélaraflsins. Grunnverð VW Touareg er 5.990.000 krónur.

Golf GTI 30 ára afmælisútgáfa
Í tilefni af 30 ára afmæli GTI býður Volkswagen nú sérstaka afmælisútgáfu af bílnum, Golf GTI Edition 30. Auk ýmissa útlitsatriða sem gera bílinn frábrugðinn hefðbundnum GTI bílum þá hefur einu hestafli verið bætt við fyrir hvert ár í 30 ára sögu bílsins. GTI Edition 30 er því með 2ja lítra, FSI, 230 hestafla vél. Henni fylgir síðan annað hvort beinskiptur gírkassi eða hálfsjálfskiptur DSG-gírkassi. Grunnverð á afmælisútgáfu VW Golf GTI er 3.990.000 krónur.