Fara í efni

Mitsubishi Colt kemur aftur á markað í nýrri mynd

Hannaður með Evrópu í huga Afrakstur samvinnu Mitsubishi og Daimler Chrysler Mitsubishi fagnar söluaukningu og hagnaði í fyrsta skipti í Evrópu. Nýr Mitsubishi Colt er fyrsti árangur samvinnu Mitsubishi og Daimler Chrysler. Hann er smíðaður í Evrópu og táknar afturhvarf til róta Colt-gerðarinnar með skýrum línum, snaggaralegu lagi, vandaðri smíði og stærð og sveigjanleika eins og það gerist best í þessum flokki.Hannaður með Evrópu í huga Afrakstur samvinnu Mitsubishi og Daimler Chrysler Mitsubishi fagnar söluaukningu og hagnaði í fyrsta skipti í Evrópu. Nýr Mitsubishi Colt er fyrsti árangur samvinnu Mitsubishi og Daimler Chrysler. Hann er smíðaður í Evrópu og táknar afturhvarf til róta Colt-gerðarinnar með skýrum línum, snaggaralegu lagi, vandaðri smíði og stærð og sveigjanleika eins og það gerist best í þessum flokki.
  • Hannaður með Evrópu í huga
  • Afrakstur samvinnu Mitsubishi og Daimler Chrysler
  • Mitsubishi fagnar söluaukningu og hagnaði í fyrsta skipti í Evrópu.
  • Nýr Mitsubishi Colt er fyrsti árangur samvinnu Mitsubishi og Daimler Chrysler. Hann er smíðaður í Evrópu og táknar afturhvarf til róta Colt-gerðarinnar með skýrum línum, snaggaralegu lagi, vandaðri smíði og stærð og sveigjanleika eins og það gerist best í þessum flokki. Hægt verður að velja um 1,1, 1,3 og 1,5 bensínvél eða 1,5 dísilvél. Nýi Coltinn kemur í almenna sölu í Evrópu strax í sumar og á HEKLA von á honum í sölu fyrir íslenskar götur núna í haust.

    Mitsubishi Motors í Evrópu hefur margar ástæður til að fagna í ár. Í fyrra varð í fyrsta sinn söluaukning í Evrópu síðan 1998 og hagnaður varð í fyrsta sinn en a þessu ári er því fagnað að 30 ár eru liðin síðan starfsemi Mitsubishi hófst í Evrópu. Fyrir tveimur árum var kynnt ný áætlun um að snúa blaðinu við og í ár verður einn mikilvægasti bíll framleiðandans kynntur, nýi Coltinn.

    Nýi Coltinn er fyrsta dæmið um afrakstur samruna Mitsubishi Motors Corporation og DaimlerChrysler. Bíllinn verður afhjúpaður 2. mars kl. hálfníu á bílasýningunni í Genf 2004 áður en hann verður opinberlega settur í almenna sölu en hún á að hefjast í maí.

    Nýi Coltinn er einkum ætlaður evrópskum kaupendum og er í grundvallaratriðum ólíkur útgáfunni sem seld hefur verið í Japan síðan í nóvember 2002 (vélar, gírkassar, grindur, ESP, 16” dekk, hönnun á framenda, ný hönnun á innréttingu og mælaborði, stillanleg sæti o.s.frv.)

    Nýi Coltinn er smíðaður hjá NedCar verksmiðju Mitsubishi Motors Corporation í Born í Hollandi ásamt hinum laglega Smart forfour bíl frá DaimlerChrysler.

    Á næstu þremur árum mun Mitsubishi senda frá sér á markaðinn 14 nýjar gerðir bíla. Á síðasta ári kynnti HEKLA sportlegan jeppling, Mitsubishi Outlander og fólksbílinn Mitsubishi Lancer og því mikið líf í æðum þessa virta bílaframleiðanda.