Fara í efni

Mitsubishi í 8. sæti í Finnlandsrallinu

Jani Paasonen og Arto Kapanen á MMC Lancer WRC2 lentu í 8. sæti í Finnlandsrallinu sem fram fór um síðustu helgi. Marcus Grönholm á Peugeot sigraði nokkuð örugglega og á tímabili leit út fyrir að Peugeot myndi verma þrjú efstu sætin. Grönholm hefur tekið afgerandi forystu í keppni ökumanna en hann er nú með 17 stiga forskot á Colim McRae. Peugeot hefur aukið forskot sitt í keppni bílaframleiðenda en forskot Peugeot á Ford er nú 25 stig en það var 14 stig fyrir Finnlandsrallið.Jani Paasonen og Arto Kapanen á MMC Lancer WRC2 lentu í 8. sæti í Finnlandsrallinu sem fram fór um síðustu helgi. Marcus Grönholm á Peugeot sigraði nokkuð örugglega og á tímabili leit út fyrir að Peugeot myndi verma þrjú efstu sætin. Grönholm hefur tekið afgerandi forystu í keppni ökumanna en hann er nú með 17 stiga forskot á Colim McRae. Peugeot hefur aukið forskot sitt í keppni bílaframleiðenda en forskot Peugeot á Ford er nú 25 stig en það var 14 stig fyrir Finnlandsrallið.Jani Paasonen og Arto Kapanen á MMC Lancer WRC2 lentu í 8. sæti í Finnlandsrallinu sem fram fór um síðustu helgi. Marcus Grönholm á Peugeot sigraði nokkuð örugglega og á tímabili leit út fyrir að Peugeot myndi verma þrjú efstu sætin. Grönholm hefur tekið afgerandi forystu í keppni ökumanna en hann er nú með 17 stiga forskot á Colim McRae. Peugeot hefur aukið forskot sitt í keppni bílaframleiðenda en forskot Peugeot á Ford er nú 25 stig en það var 14 stig fyrir Finnlandsrallið. Tilfinningar SKoda liðsins voru blendnar eftir helgina. Toni Gardemeister og Paavo Lukander luku keppni í 12. sæti, sem verður að teljast sæmilegur árangur en Skoda ók í fyrsta skipti endurbættri útgáfu af Skoda Octavia WRC EVO 3.

Gardemeister tapaði 6 mínútum vegna smávægilegrar bilunar snemma í rallinu og átti erfitt með að vinna þann tíma upp. Kenneth Erikson og Tina Thörner urðu að hætta keppni á fyrsta keppnisdegi vegna bilunar í bensíndælu.

Þrátt fyrir 12. sætið var Gardemeister ekki allskostar óánægður. "Við ókum vel síðasta keppnisdaginn og settum 6. besta tímann á síðustu sérleið sem segir okkur að við eigum sannarlega heima meðal 10 efstu" sagði Toni Gardemeister eftir rallið. "Bíllinn var mjög góður og sló ekki feilspor. Hraði hefur verið ein sterkasta hlið SKoda og nýja vélin er kraftmeiri en sú gamla og er hröðunin orðin mun betri en áður og erum við því mjög bjartsýn á framhaldið" bætti Toni við.

Næsta umferð í heimsmeistarakeppninni fer fram í Þýskalandi og mun Skoda þá keppa með þremur áhöfnum.

Lokaúrslit Finnlandsrallsins urðu sem hér segir:

1. Marcus GRÖNHOLM, PEUGEOT 206 WRC, 3:17:52.5
2. Richard BURNS, PEUGEOT 206 WRC, 3:19:19.8
3. Petter SOLBERG, SUBARU IMPREZA WRC, 3:20:42.1
4. Carlos SAINZ, FORD FOCUS RS WRC 02, 3:20:46.3
5. Markko MÄRTIN,FORD FOCUS RS WRC 02, 3:21:02.5
6. Tommi MÄKINEN, SUBARU IMPREZA WRC, 3:22:26.6
7. Sebastian LINDHOLM, PEUGEOT 206 WRC, 3:23:28.9
8. Jani PAASONEN, MMC LANCER EVO WRC, 3:23:47.8
9. Freddy LOIX, HYUNDAI ACCENT WRC 3, 3:24:00.3
10. Sébastien LOEB, CITROEN XSARA, 3:24:06.1
12. Toni GARDEMEISTER, ŠKODA OCTAVIA, 3:25:04.5

Staða í keppni ökumanna:

1. Marcus GRÖNHOLM (FIN) Peugeot, 47 stig
2. Colin MCRAE (GB) Ford, 30 stig
3. Carlos SAINZ (E) Ford, 26 stig
4. Richard BURNS (GB) Peugeot, 25 stig
5. Gilles PANIZZI (F) Peugeot, 21 stig
6. Petter SOLBERG (N) Toyota, 19 stig
7. Harri ROVANPERÄ (FIN) Peugeot, 18 stig
8. Tommi MÄKINEN (FIN) Subaru, 15 stig
9. Markko MÄRTIN (EE) Ford, 9 stig
10. Sébastien LOEB (F) Citroën, 8 stig
11. Philippe BUGALSKI (F) Citroën, 7 stig
12. Thomas RDSTRÖM (S) Citroën, 4 stig
13. Toni GARDEMEISTER (FIN) Škoda, 2 stig
14. Alister MCRAE (GB) Mitsubishi, 2 stig
15. Kenneth ERIKSSON (S) Škoda, 1 stig

Staða í keppni framleiðenda:

1. Peugeot, 99 stig
2. Ford, 74 stig
3. Subaru, 40 stig
4. Skoda, 8 stig
5. Mitsubishi, 7 stig
6. Hyundai, 6 stig