Fara í efni

Mitsubishi kynna hugmyndabíla á Detroit bílasýningunni

Mitsubishi Motors Corporation (MMC) og Mitsubishi Motors America Inc. (MMA) birtu í vikunni teikningar af tveimur nýjum bifreiðum sem verða heimsfrumsýndar á bílasýningunni í Detroit 6. janúar 2003. Fyrstur til að sjást í Detroit verður Mitsubishi Tarmac Spyder hugmyndabíllinn. Mitsubishi Motors Corporation (MMC) og Mitsubishi Motors America Inc. (MMA) birtu í vikunni teikningar af tveimur nýjum bifreiðum sem verða heimsfrumsýndar á bílasýningunni í Detroit 6. janúar 2003. Fyrstur til að sjást í Detroit verður Mitsubishi Tarmac Spyder hugmyndabíllinn. Mitsubishi Motors Corporation (MMC) og Mitsubishi Motors America Inc. (MMA) birtu í vikunni teikningar af tveimur nýjum bifreiðum sem verða heimsfrumsýndar á bílasýningunni í Detroit 6. janúar 2003. Fyrstur til að sjást í Detroit verður Mitsubishi Tarmac Spyder hugmyndabíllinn. Þessi byltingarkenndi bíll undirstrikar þá spennu, tilfinningu, fágun og skemmtun sem er að finna innan þess sem Mitsubishi hefur upp á að bjóða. Útlit Mitsubishi Tarmac Spyder og þær línur sem þar er að finna munu sjást áfram í þeim smábílum sem Mitsubishi Motors væntir að selja á heimsvísu

Í kjölfar Mitsubishi Tarmac Spyder hugmyndabílsins fylgir framleiðsluútgáfa af Mitsubishi Endeavor. Þess hefur verið beðið með miklum áhuga að þessi alnýi millistærðarjeppi sjái dagsins ljós. Hann var hannaður og smíðaður í Norður-Ameríku með Norður-Ameríkumarkaðinn í huga. Flott hönnun og gott vélarafl á að tryggja að Mitsubishi Endeavor geti keppt á góðum grunni í flokki millistórra jeppa við bíla á borð við Toyota Highlander, Honda Pilot, og hinn nýja Nissan Murano.
Þessi nýi spennandi jeppi verður með V6 vél og ýmist í boði með framhjóladrifi eða aldrifi.