Fara í efni

Mitsubishi nældi sér í eitt stig í Þýskalandsrallinu

François Delecour og Daniel Grataloup á Mitsubishi Lancer EVO WRC lentu í 9. sæti í Þýskalandsrallinu sem fram fór um síðustu helgi. Með þeim árangri nældu þeir sér í eitt stig í keppni bílaframleiðenda. François Delecour og Daniel Grataloup á Mitsubishi Lancer EVO WRC lentu í 9. sæti í Þýskalandsrallinu sem fram fór um síðustu helgi. Með þeim árangri nældu þeir sér í eitt stig í keppni bílaframleiðenda. François Delecour og Daniel Grataloup á Mitsubishi Lancer EVO WRC lentu í 9. sæti í Þýskalandsrallinu sem fram fór um síðustu helgi. Með þeim árangri nældu þeir sér í eitt stig í keppni bílaframleiðenda. Sebastian Loeb á Citroen Xsara sigraði nokkuð óvænt en þetta er fyrsti sigur Citroen á þessu ári.

Kenneth Erikson og Tina Thörner á Skoda Octavia WRC EVO 3 urðu í 10. sæti. Kenneth var ekki sérlega ánægður með árangurinn en var þó sáttur við að hafa komið bílnum í mark. Fyrstu tvo keppnisdagana átti Kenneth í vandræðum með bílinn. Drifskaftið brotnaði, rafallinn bilaði og það sprakk nokkrum sinnum ásamt ýmsum smákvillum. "Auðvitað er staða Skoda í heimsmeistarakeppninni ekkert til að hrópa húrra yfir" sagði Kenneth og bætti við "en ég er ánægður með að við Tina skyldum ná að koma bílnum í mark. Í raun er bíllinn orðinn mun traustari og hraðskreiðari. Við lærðum mikið af því að aka á malbikinu hér og gefur það okkur aukið sjálfstraust fyrir næstu keppni sem fer fram á Sanremo á Ítalíu".

Úrslit Þýskalandsrallsins:

1. Sébastien LOEB, CITROËN XSARA, 3:47:17.3
2. Richard BURNS, PEUGEOT 206 WRC, 3:47:31.6
3. Marcus GRÖNHOLM, PEUGEOT 206 WRC, 3:48:36.4
4. Colin MCRAE, FORD FOCUS RS WRC, 3:51:02.6
5. Bruno THIRY, PEUGEOT 206 WRC, 3:52:36.1
6. Markko MÄRTIN, FORD FOCUS RS WRC, 3:52:50.3
7. Tommi MÄKINEN, SUBARU IMPREZA WRC, 3:52:56.5
8. Carlos SAINZ, FORD FOCUS RS WRC, 3:53:34.3
9. François DELECOUR, MITSUBISHI LANCER EVO WRC, 3:53:53.2
10. Kenneth ERIKSSON, KODA OCTAVIA WRC EVO 3, 4:00:51.5

Staða í keppni ökumanna:

1. Marcus GRÖNHOLM, Peugeot, 51 stig
2. Colin MCRAE, Ford, 33 stig
3. Richard BURNS, Peugeot, 31 stig
4. Carlos SAINZ, Ford, 26 stig
5. Gilles PANIZZI, Peugeot, 21 stig
6. Petter SOLBERG, Subaru, 19 stig
7. Sébastien LOEB, Citroën, 18 stig
8. Harri ROVANPERÄ, Peugeot, 18 stig
9. Tommi MÄKINEN, Subaru, 15 stig
10. Markko MÄRTIN, Ford, 10 stig
11. Philippe BUGALSKI, Citroën, 7 stig
12. Thomas RÅDSTRÖM, Citroën, 4 stig
13. Alister MCRAE, Mitsubishi, 2 stig
14. Toni GARDEMEISTER, Skoda, 2 stig
15. Bruno THIRY, Peugeot, 2 stig
16. Kenneth ERIKSSON, Skoda, 1 stig

Staða í keppni bílaframleiðenda:

1. Peugeot, 115 stig
2. Ford, 81 stig
3. Subaru, 42 stig
4. Skoda, 8 stig
5. Mitsubishi, 8 stig
6. Hyundai, 6 stig