Karfan er tóm.
Mitsubishi Tarmac Spider
06. janúar. 2003
Við sögðum frá því fyrir stuttu að Mitsubishi myndi kynna hugmyndabílinn Mitsubishi Tarmac Spyder á alþjóðlegri bílsýningu í Detroit. Nú hefur Mitsubishi lyft hulunni af bílnum og birt myndir af Tarmac Spyder og gefið út nánari upplýsingar.Við sögðum frá því fyrir stuttu að Mitsubishi myndi kynna hugmyndabílinn Mitsubishi Tarmac Spyder á alþjóðlegri bílsýningu í Detroit. Nú hefur Mitsubishi lyft hulunni af bílnum og birt myndir af Tarmac Spyder og gefið út nánari upplýsingar.Við sögðum frá því fyrir stuttu að Mitsubishi myndi kynna hugmyndabílinn Mitsubishi Tarmac Spyder á alþjóðlegri bílsýningu í Detroit. Nú hefur Mitsubishi lyft hulunni af bílnum og birt myndir af Tarmac Spyder og gefið út nánari upplýsingar.
Tarmac Spyder: Stefnan sett á yngri kaupendur
Með Tarmac Spyder er gefin smá innsýn í framtíðarþróun opinna sportbíla hjá MMC. Með þessari bifreið er sett á yngri kaupendur með tækniþekkingu, sem stundum er nefnd "Y-kynslóðin", en Tarmac Spyder býður upp á fullkomna blöndu aksturseiginleika bestu sportbíla og akstursánægju fyrir alla.
Endurbætur í viðbragði, hámarkshraða, beygjuhæfni, hemlun og öðrum atriðum sem prýða sportbíla dagsins í dag gera það að verkum að með Tarmac Spyder fæst enn meiri akstursánægja í opnum sportbíl, en hægt er að fjarlægja harðann toppinn á einfaldan hátt. CCD vídeomyndavél og DVD spilari gerir þetta að raunverulegri skemmtibifreið fyrir alla.
Útlit
Framendi Tarmac Spyder undirstrikar vel hið nýja hönnunarútlit MMC, nýtt grill með lyftum þríhyrndum grunni með þriggja demanta vörumerki Mitsubishi.
Vegna þess hve auðvelt er að fjarlægja harðann toppinn og þrátt fyrir að vera með samþjappað form hefðbundins kraftmiklils sportbíls þá gefur Tarmac Spyder kost á því að fjórir farþegar njóti þess að ferðast í opnum sportbíl sem býður þar að auki upp á gott pláss.
Ný hönnun á rennihurð undirstrikar jafnvægið á milli útlits og þæginda.
Innanrými
Með notkun efna og lita sem mæta óskum tölvukynslóðarinnar um raunverulega hluti þá er einföld hönnunin undirstrikuð með sterklegri umgjörð milli sætanna, sem vekur upp hugmyndir um stjórnklefa kappakstursbíls eða jafnvel orrustuþotu. Í mælaborði og stjórntækjum er að finna bogalínurnar sem einkenna nýja hönnun innanrýmis hjá MMC, sem gefur þeim sem ferðast í bifreiðinni þægilega öryggistilfinningu.
Innbyggð vídeómyndavél nær að geyma spennandi upplifun ferðalagsins, hvort sem ekið er niður að sjó eða upp til fjalla, og á meðan geta farþegar í fram- og aftursætum notið þess sem er í gangi á DVD-spilaranum á díóðuskjá við hvert sæti.
Tæknileg atriði
Aflrásin er byggð upp af 2,0-lítra 4ra strokka línuvél af 4G63-gerð með 16 ventlum og tvöföldum yfirliggjandi kambás ásamt 5 þrepa Sportronic Sequential-Shift sjálfskiptingu frá Mitsubish.
Aldrifsstýring Mitsubishi sem samanstendur af ACD, AYC og Sports ABS hefur verið endurbætt til að mæta stórkostlegum endurbótum á aflfræði sem eykur akstursánægjuna samhliða því að gefa enn betri stjórn á aðstæðum sem mætir vel þeim möguleikum sem þessi bifreið býður upp á í akstri.
Tæknilýsing
Með Tarmac Spyder er gefin smá innsýn í framtíðarþróun opinna sportbíla hjá MMC. Með þessari bifreið er sett á yngri kaupendur með tækniþekkingu, sem stundum er nefnd "Y-kynslóðin", en Tarmac Spyder býður upp á fullkomna blöndu aksturseiginleika bestu sportbíla og akstursánægju fyrir alla.
Endurbætur í viðbragði, hámarkshraða, beygjuhæfni, hemlun og öðrum atriðum sem prýða sportbíla dagsins í dag gera það að verkum að með Tarmac Spyder fæst enn meiri akstursánægja í opnum sportbíl, en hægt er að fjarlægja harðann toppinn á einfaldan hátt. CCD vídeomyndavél og DVD spilari gerir þetta að raunverulegri skemmtibifreið fyrir alla.
Útlit
Innanrými
Tæknileg atriði
Tæknilýsing
Lengd x breidd (mm) | 4055×1825 |
Hjólahaf (mm) | 2515 |
Fjöldi farþega | 4 |
Vél | 2.0-lítra línuvél 4-ra strokkar DOHC með forþjöppu og illikæli |
Skipting | Sportronic Sequential-Shift 5-þrepa sjálfskipting |
Drifrás | Sítengtt aldrif (Full-time 4WD) (með ACD&AYC) |
Hjólbarðar | P225/35R19 |
Hám. snúningsvægi (pund-ft/sn) | 250/3750 |