Fara í efni

MMC Colt tekur vel við sér í sölu í fyrstu söluviku

Mitsubishi Motors Corporation (MMC) tilkynnti fyrir stuttu að pantanir á hinum nýkynnta smábíl MMC Colt, væru komnar í 7.835 bifreiðar, aðeins tveimur dögum eftir að bifreiðin kom í sölu og viku eftir að hún var kynnt opinberlega. Mitsubishi Motors Corporation (MMC) tilkynnti fyrir stuttu að pantanir á hinum nýkynnta smábíl MMC Colt, væru komnar í 7.835 bifreiðar, aðeins tveimur dögum eftir að bifreiðin kom í sölu og viku eftir að hún var kynnt opinberlega. Mitsubishi Motors Corporation (MMC) tilkynnti fyrir stuttu að pantanir á hinum nýkynnta smábíl MMC Colt, væru komnar í 7.835 bifreiðar, aðeins tveimur dögum eftir að bifreiðin kom í sölu og viku eftir að hún var kynnt opinberlega. Sýningar um síðustu helgi drógu að sér um það bil 53.000 pör og fjölskyldur víðsvegar um landið, sem komu til að skoða Colt og um leið að kynna sér nýjar línur í hönnun MMC. "Við gátum ekki beðið um betri byrjun", sagði Eiji Iwakuni, stjórnandi sölu- og markaðssviðs innanlandssölu. "Fyrstu viðbrögð við Colt hafa verið yfirþyrmandi og við erum fullvissir um að salan muni halda áfram að vera góð". Flott innrétting, hljóðlátt farþegarými og mikil mýkt í akstri eiga vinsældum að fagna meðal kaupenda.

Notagildi er einnig ofarlega á forgangslista kaupenda, því meira en 60 af hundraði kaupenda velja fjölnotagerð framsætis, en hægt er að breyta því í stórt geymsluhólf, sem tekur 6,1 lítra, en þar er hægt að geyma farangur eða verðmæta hluti. Hvað varðar eiginleika þá afa margir kaupenda orð á mikilli sparneytni, en þar er Colt meðal þeirra sem eru efstir á blaði.

Frjálst val kaupenda á búnaði, þar sem þeim gefst kostur á að velja sjálfir þann búnað sem þeir kjósa, og 24 stunda aðstoð á vegum úti fyrstu þrjú árin án kostnaðar, eru meðal þeirra atriða sem ýtt hafa undir söluna, en kaupendur njóta nú söluátaks MMC sem beinist einkum að nýjum hópi kaupenda.. 20 af hundraði kaupenda völdu frjálst val á búnaði við kaup á staðalgerð (Standard), 36 prósent við kaup á Elegant-gerð, 22 prósent við kaup á Casual-gerð, 5 prósent á Sport-gerð og 17 prósent við kaup á Sport X-gerð.

1.3-lítra Elegance-gerðin hefur selst best fram að þessu, og nemur salan á þeirri gerð um 36% af heildarsölunni. "Cool Silver Metallic" er vinsælasti liturinn, en um 40 af hundraði kaupenda völdu hann. Aðrir vinsælir litir af 10 litum sem eru í boði eru "Warm Silver Metallic" (14%), "Light Blue Metallic" (11%), og "Red Solid" (9%).