Karfan er tóm.
MMC frumsýnir Endeavor á Detroit Motor Show
06. janúar. 2003
Mitsubishi Motors Corporation (MMC) og Mitsubishi Motors North America, Inc., dótturfyrirtæki MMC í Bandaríkjunum, heimsfrumsýndu í dag hinn nýja Endeavor jeppann sem sameinar kosti jeppa og fólksbíls á bílasýningunni í Detroit (North American International Auto Show).Mitsubishi Motors Corporation (MMC) og Mitsubishi Motors North America, Inc., dótturfyrirtæki MMC í Bandaríkjunum, heimsfrumsýndu í dag hinn nýja Endeavor jeppann sem sameinar kosti jeppa og fólksbíls á bílasýningunni í Detroit (North American International Auto Show).Mitsubishi Motors Corporation (MMC) og Mitsubishi Motors North America, Inc., dótturfyrirtæki MMC í Bandaríkjunum, heimsfrumsýndu í dag hinn nýja Endeavor jeppann sem sameinar kosti jeppa og fólksbíls á bílasýningunni í Detroit (North American International Auto Show).
Endeavor: Fyrsta bifreiðin sem hönnuð er fyrir Bandaríkjamarkað
Endeavor er fyrsta bifreiðin sem hönnuð er eingöngu með markaðinn í Norður-Ameríku í huga og er hluti af markaðssókn sem "Project America". Tilkynnt var um þetta markaðsátak í febrúar 200, en það felur í sér að hanna, þróa og smíða bifreiðir í Bandaríkjunum með aðaláherslu á þann markað.
Endeavor er ný kynslóð jeppa sem sameinar kosti jeppa og hefðbundinna fólksbifreiða, Hann er léttbyggður en samt á stífum grunni, sem gefur framúrskarandi aksturseiginleika ásamt rúmgóðu innanrými.
Markaðssókn á Bandaríkjamarkaði hefst vorið 2003, og er stefnan sett a sölu á 70.000 bifreiðum fyrsta árið.
Lýsing á Endeavor
Hönnun að utan
Stílhrein hönnunin gefur í senn breitt og lágt útlit, sem eykur á veggrip. Heildarlengdin er 4830mm og breiddin er 1870mm stærðahlutföll sem skipa þessari bifreið í millistærðarflokk jeppa en samhliða er hæðinni haldið í 1710 mm, sem er þægileg.
Minnsta hæð frá jörðu er 210mm, sem er á pari við meginþorra jeppa í dag. Góð veghæð sílsa, sem er 310 mm, mætir jafnframt kröfum þeirra sem horfa á kosti alvöru jeppa.
Meðal hönnunareinkenna sem undirstrika séreinkenni Endeavor má nefna: áberandi þriðja demanta lógó í miðju á þverstæðu grillinu, stórir stuðarar að framan og aftan og áberandi lína á hliðum.
Innanrými
Stílhreint og sportlegt innanrými Endeavor er með tæknilegu yfirbragði sem kemst vel til skila í mælaborði, hurðarspjöldum og öðrum hlutum.
Sérstæðri lýsinginu á mælaborði og stjórntækjum er náð fram með notkun á mörgum bláum ljósdíóðum.
Rúmgott innanrými Endeavor gefur gott pláss fyrir fimm fullorðna, ásamt rúmgóðu farmrými.
Tæknileg atriði
Endeavor er með 3.8-lítra V6 með ECI-Multi innsprautun eldsneytis, sem gefur gott afl á öllu snúningsviðinu og mætir vel hinni nýju Sportronic fjögurra þrepa sjálfskiptingunni frá Mitsubishi. Bifreiðir með drifi á öllum hjólum eru með sídrifsbúnaði frá Mitsubishi, sem er með miðmismunadrifi með vökvalæsingu, sem hefur fengið mikið hrós í Lancer Evolution og öðrum aflmiklum bifreiðum frá MMC.
Endeavor er byggður á nýrri léttri botnflötu með miklum stífleika, er með MacPherson gormafjöðrun að framan og fjölliðafjöðrun að aftan, sem gefur mikinn stöðugleika í akstri, góða eiginleika í torfæruakstri og akstursþægindi sem er á pari við fólksbifreiðir í sama stærðarflokki.
Gerðir
Endeavor-línan er í þremur búnaðarstigum:: LS, sem er með yfirgripsmikinn búnað, XL, sem er kominn með rafstýrð sæti og mælaborðslýsingu með ljósdíóðum og toppgerðin er XLS sem er með leðurklædd sæti og séreinkenni í útliti. Allar gerðir eru í boði með drifi á einum ás eða aldrifi (2WD eða 4WD drifrás).
Helstu tölur
Endeavor er fyrsta bifreiðin sem hönnuð er eingöngu með markaðinn í Norður-Ameríku í huga og er hluti af markaðssókn sem "Project America". Tilkynnt var um þetta markaðsátak í febrúar 200, en það felur í sér að hanna, þróa og smíða bifreiðir í Bandaríkjunum með aðaláherslu á þann markað.
Endeavor er ný kynslóð jeppa sem sameinar kosti jeppa og hefðbundinna fólksbifreiða, Hann er léttbyggður en samt á stífum grunni, sem gefur framúrskarandi aksturseiginleika ásamt rúmgóðu innanrými.
Markaðssókn á Bandaríkjamarkaði hefst vorið 2003, og er stefnan sett a sölu á 70.000 bifreiðum fyrsta árið.
Lýsing á Endeavor
Hönnun að utan
Innanrými
Tæknileg atriði
Gerðir
Helstu tölur
Lengd x breidd x hæð (mm) | 4830×1870×1770 *1 |
Minnsta hæð frá jörðu (mm) | 210 |
Hjólahaf (mm) | 2750 |
Sporvídd: F/A (mm) | 1600/1600 |
Þyngd bifreiðar (kg)*2 | 1785 (1885) |
Vél | 3.8-lítra V-6 með ECI-MULTI fuel injection |
Hámarksafl (hö/sn á mín) | 215/5000 |
Hám. snúningsvægi (pund-ft/sn) | 250/3750 |
Gírskipting | Sportronic Sequential-Shift 4-þrepa sjálfskipting |
Hjólbarðar | P235/65R17 |
*1 Módel með þakbogum | |
*2 módel með drifi á einum ás (2AWD) |