Fara í efni

Nýr Audi A3 frumsýndur í Genf

Audi kynnir aðra kynslóð af A3 með aflmiklum fjögurra og sex strokka vélum með afl upp í 241 hestafl, quattro aldrifi, hinni nýju sjálfskiptu DSG sportskiptingu og aflmikilli fjöðrun. Audi kynnir aðra kynslóð af A3 með aflmiklum fjögurra og sex strokka vélum með afl upp í 241 hestafl, quattro aldrifi, hinni nýju sjálfskiptu DSG sportskiptingu og aflmikilli fjöðrun. Audi kynnir aðra kynslóð af A3 með aflmiklum fjögurra og sex strokka vélum með afl upp í 241 hestafl, quattro aldrifi, hinni nýju sjálfskiptu DSG sportskiptingu og aflmikilli fjöðrun. Bifreiðin býður upp á þá sportlegu aksturseiginleika sem eru gefnir til kynna í sportlegum línum í útliti. Búnaðurinn nær enn og aftur þeim staðli sem einkennir stærri bifreiðir frá Audi.

Þessi nýi Audi A3 hefur alla möguleika á að endurtaka einstaka sigurgöngu fyrri gerðar A3. Önnur kynslóðin, með greinilega sportlega takta, háþróaða tækni og kraftmestu hönnun sem sést hefur á nokkurri bifreið í þessum flokki er líkleg til að ávinna sér á ný fyrsta sætið, líkt og fyrsta kynslóð A3 gerði þegar hún kom fram í dagsljósið árið 1996.

Í nýjum Audi A3 hefur hjólahafið hefur verið aukið um 65 millímetra og yfirbyggingin er 30 millimetrum breiðari, en 10 millímetrum lægri hvað varðar heildarhæð. Heildaryfirbragðið er nær klassískri coupé-bifreið en áður. Þetta yfirbragð er undirstrikað enn frekar með styttri skögun, greinilega meiri halla á hliðarpóstum og hallandi rúðum. Samhliða njóta þeir sem ferðast í bifreiðinni rúmbetra innanrýmis, bæði að framan og í aftursæti og í heild meiri þæginda í hvívetna.

Sérstök einkenni í hönnun framenda hins nýja A3 eru uppmjókkandi hliðar og kraftmikil hönnun ökuljósanna sem eru með glæru gleri. Efri brún þeirra sveigir inn á við og gefur framenda A3, sem er með hinu sérstæða tvöfalda grilli Audi, ákveðinn og sterkan svip. Nýr Audi A3 verður að öllum líkindum frumsýndur í haust á bílasýningunni í Frankfurt og hér á landi í lok þessa árs.