Fara í efni

Nýr Audi A6 - til sýnis í Haustveislu HEKLU

Nýr Audi A6 skipar sér svo sannarlega í flokk lúxusbifreiða. Í nýju A6 fólksbílalínunni eru öflugar bensín- og TDI vélar með allt að átta strokkum og 335 hestöflum, ýmist með framhjóladrifi eða quattro-sídrifi á öllum hjólum. Audi A6 er búinn háþróuðum fjöðrunarbúnaði og mjög sterk grind sem gerir aksturseiginleika bílsins einstaka.Nýr Audi A6 skipar sér svo sannarlega í flokk lúxusbifreiða. Í nýju A6 fólksbílalínunni eru öflugar bensín- og TDI vélar með allt að átta strokkum og 335 hestöflum, ýmist með framhjóladrifi eða quattro-sídrifi á öllum hjólum. Audi A6 er búinn háþróuðum fjöðrunarbúnaði og mjög sterk grind sem gerir aksturseiginleika bílsins einstaka.Nýr Audi A6 skipar sér svo sannarlega í flokk lúxusbifreiða. Í nýju A6 fólksbílalínunni eru öflugar bensín- og TDI vélar með allt að átta strokkum og 335 hestöflum, ýmist með framhjóladrifi eða quattro-sídrifi á öllum hjólum. Audi A6 er búinn háþróuðum fjöðrunarbúnaði og mjög sterk grind sem gerir aksturseiginleika bílsins einstaka. Hið sígilda Audi-útlit í flokki sportlegra fólksbíla með rennilegum gluggum og sportlegu þaklagi er nú komið á enn hærra stig. Bíllinn er allur mjög rennilegur og útlínur hliða sveigjast inn á við að ofanverðu og færa bílnum öllum mjög öflugt útlit þannig að hann ber með sér kraft og snerpu. Miðhluti vélarhlífarinnar hefur verið lyft til að undirstrika vélarkraftinn og öfluga gerð hins nýja Audi A6.

Heilsteypt vatnskassagrindin með nýja Audi-laginu sýnir einnig ótvírætt að A6 er nýr og verðugur fulltrúi nýjustu kynslóðar Audi-bíla. Akstursljósin eru einnig gott dæmi um háþróaða tækni og A6 er fyrstur Audi-bíla sem hægt er að panta með sveigjanlegum akstursljósum sem leiða ökumanninn gegnum beygjur og lýsa vel upp með öflugum "xenon plus" ljósabúnaði.

Í nýja Audi A6 bílnum er um að velja um fimm vélar, þrjár bensínvélar og tvær dísilvélar af TDI- gerð. Þessar vélar eiga það allar sameiginlegt að skila orku og togi sem eru sér í flokki í þessum flokki bíla:

  • 4.2 V8 - 335 hestöfl, 420 Newton-metra tog

  • 3,2 V6 - 255 hestöfl, 330 Newton- metra tog

  • 2.4 V6 - 177 hestöfl, 230 Newton- metra tog

  • 3.0 V6 TDI - 225 hestöfl, 450 Newton- metra tog

  • 2.0 TDI - 140 hestöfl, 320 Newton- metra tog


  • Allar vélarnar eru nú að koma á markað í fyrsta sinn í þessu formi og allar uppfylla þær EU4-útblástursstaðlana.

    Smíðin hefur verið vönduð sem mest með það fyrir augum að losna við allan titring og nákvæmur og sportlegur fjaðrabúnaðurinn byggist einnig á sömu viðmiðum. Stýrið er fest við krossbitann með beinni og mjög öruggri festingu og þess uppsetning tryggir bestu aksturseiginleika við allar aðstæður.

    Öflugur fjaðrabúnaður hins nýja Audi A6 byggist á margreyndri tækni. Hin fjögurra liða framfjöðrun er dæmigerð fyrir Audi og afturfjaðrabúnaðurinn er úr Audi A8 en hann er að finna í jafnt framdrifnum gerðum sem þeim með sídrif á öllum hjólum.

    Staðalöryggisbúnaðurinn í nýju A6-kynslóðinni er ekki síður athyglisverður. Virkt öryggi kemur til dæmis fram í því að notast er við nýjustu kynslóð ESP með hemlastoð og rafrænn EDB-búnaður dreifir hemlunarátaki.

    Farþegar eru sérstaklega vel varðir við árekstur. Skrokkurinn er mjög öflugur að allri gerð, búinn sérstökum krumpusvæðum til varnar þeim og mjög stöðugum ramma. Loftpúðar eru bæði að framan og aftan auk þess sem að loftpúðar til varnar höfði eru í hliðum bílsins. Þeir tryggja öryggi bæði ökumanna og farþega og veita þeim úrvalsvörn.

    Audi A6 kostar frá 4.750.000 krónum en nánari upplýsingar um bílinn má finna á www.audi.is