Fara í efni

Nýr búnaður í Mitsubishi Pajero

Stöðugleikastýring staðalbúnaður í nýjum Pajero Eykur enn á aksturshæfni, rásfestu og þar með öryggi Spólvörn og spyrnustýring Í janúar fyrir ári kynnti HEKLA, Mitsubishi Pajero með 15 breytingum frá fyrri gerð. Þar var fyrst og fremst um útlitsbreytingar að ræða og breytingar hvað varðar þægindi. Nú hefur búnaður bílsins enn verið aukinn því stöðugleikakerfi og spyrnustýring eru orðin staðalbúnaður, en verð bílsins er óbreytt.Stöðugleikastýring staðalbúnaður í nýjum Pajero Eykur enn á aksturshæfni, rásfestu og þar með öryggi Spólvörn og spyrnustýring Í janúar fyrir ári kynnti HEKLA, Mitsubishi Pajero með 15 breytingum frá fyrri gerð. Þar var fyrst og fremst um útlitsbreytingar að ræða og breytingar hvað varðar þægindi. Nú hefur búnaður bílsins enn verið aukinn því stöðugleikakerfi og spyrnustýring eru orðin staðalbúnaður, en verð bílsins er óbreytt.
  • Stöðugleikastýring staðalbúnaður í nýjum Pajero
  • Eykur enn á aksturshæfni, rásfestu og þar með öryggi
  • Spólvörn og spyrnustýring
  • Í janúar fyrir ári kynnti HEKLA, Mitsubishi Pajero með 15 breytingum frá fyrri gerð. Þar var fyrst og fremst um útlitsbreytingar að ræða og breytingar hvað varðar þægindi. Nú hefur búnaður bílsins enn verið aukinn því stöðugleikakerfi og spyrnustýring eru orðin staðalbúnaður, en verð bílsins er óbreytt. Nýi búnaðurinn leiðir af sér enn aukið öryggi fyrir kaupendur og vegfarendur. Búnaðurinn hefur tvívirkt markmið: Spólvörn, sem kemur í veg fyrir að bifreiðin spóli á hálu yfirborði og stýringu á rásfestu, sem dregur úr hliðarskriði ef gefið er inn um of í beygjum. Búnaðurinn er sjálfvirkur og eykur aksturshæfni við inngjöf og í beygjum á yfirborði með lítið veggrip. Hann eykur einnig aksturshæfni og rásfestu við venjulegar aðstæður.

    Þegar búnaðurinn er til staðar hverfur þörfin fyrir mismunadrif með hlutalæsingu og driflæsingar á afturdrifi. Þó verður Pajero áfram fáanlegur með slíkum búnaði, sem hentar sumum, til dæmis þeim er kjósa stærri breytingar.

    Pajero jeppinn er fáanlegur í bensín og dísel útfærslu. Annars vegar hinni aflmiklu 3.2 DID dísilhreyfli með forþjöppu og millikæli sem togar 373Nm við aðeins 2000 sn/mín. Og hins vegar 3.5 GDI bensínhreyfil sem gefur frá sér 202 hestöfl við 5000 sn/mín. Báðar gerðir eru með fimm þrepa skynvæddri sjálfskiptingu með handskiptivali og eru 7 sæti staðalbúnaður. Verð á Pajero er frá kr. 4.790.000 krónum og þá er allur ofangreindur búnaður innifalinn.