Karfan er tóm.
Nýr Volkswagen Golf - 30 ár í þróun
02. maí. 2004
Nýja kynslóð af Volkswagen Golf er afurð 30 ára þróunar stærsta bílaframleiðanda þýskalands. Nýr Golf er hlaðinn búnaði og tækninýjungum. Má þar nefna staðalbúnað svo sem 6 loftpúða, spólvörn, abs hemlakerfi með EBD hemladreifijöfnun, langtímaolíukerfi með afburða strjála þjónustutíðni.Nýja kynslóð af Volkswagen Golf er afurð 30 ára þróunar stærsta bílaframleiðanda þýskalands. Nýr Golf er hlaðinn búnaði og tækninýjungum. Má þar nefna staðalbúnað svo sem 6 loftpúða, spólvörn, abs hemlakerfi með EBD hemladreifijöfnun, langtímaolíukerfi með afburða strjála þjónustutíðni.Nýja kynslóð af Volkswagen Golf er afurð 30 ára þróunar stærsta bílaframleiðanda þýskalands. Nýr Golf er hlaðinn búnaði og tækninýjungum. Má þar nefna staðalbúnað svo sem 6 loftpúða, spólvörn, abs hemlakerfi með EBD hemladreifijöfnun, langtímaolíukerfi með afburða strjála þjónustutíðni.
Breytt útlit
Framendi nýja Golfsins er endurhannaður að öllu leyti og hann klýfur nú loftið á besta mögulega hátt. Tvöföld framljós eru áberandi og brettin eru sveigð inn á við að baki framljósunum sem vélarhlífin fellur að og myndar ásamt vatnskassahlífinni V-laga hönnun sem undirstrikar enn frekar öflug einkenni hins nýja Volkswagens.
Afturendi bílsins er einnig með nýju útliti. Þakbrúnin dregur fram ákveðið og kröftug útlit nýja Golfsins. Bíllinn er gerður enn sportlegri og rennilegri með vindskeið á þakinu sem er felld í þakið fyrir ofan skottlokið. VW-merkinu er þrýst upp á við til opna farangursrýmið.
Mismunandi útgáfur
Nýi Golfinn fæst bæði tveggja og fernra dyra og með mismunandi frágangi og búnaði í útgáfunum Trendline, Comfortline og Sportline. Í öllum útgáfunum er að finna sömu alhliða þægindin og öryggisbúnað, þar með talda sex loftpúða, fimm hnakkapúða (framvirka), þriggja punkta öryggisbelti og nýja gerð stýrisstangar og fótstiga sem þrýstast saman við árekstur. Það er nýmæli að bensíngjöfin er höfð lóðrétt af vinnuvistfræðilegum ástæðum.
Stærri en kynslóðin á undan
Yfirbyggingin á Golf hefur breikkað um 24 mm, hækkað um 39 mm og lengst um 55 mm. Þá hefur farþegarými verið aukið umtalsvert eða um 54 mm, einkum í aftursæti en þar hefur fótarými aukist um 55 mm og farangursrými um 20 lítrar. Þessi umtalsverða viðbót brúar bilið yfir í næsta stærðarflokk fyrir ofan og því er enn frekari ástæða en áður til að segja Golf bíl í sérflokki.
Mesta stífni yfirbyggingar sem þekkist í þessum flokki
Sama má segja um einstök gæði yfirbyggingarinnar miðað við þennan flokk bíla. Virk stífni yfirbyggingarinnar hefur verið aukin um 15 af hundraði gegn vindingi og 35 af hundraði gegn beygingu. Stöðustífni yfirbyggingarinnar hefur verið aukin um heil 80 af hundraði sem er það besta sem gert hefur verið í þessum flokki bíla.
30 ára þróun
Golf af fyrstu kynslóð var kynntur til sögunnar árið 1974. Bíllinn hefur í þessa þrjá áratugi verið mest seldi bíllinn í Þýskalandi og er mest seldi þýski bíllinn í heiminum í dag. Hér á Íslandi eru yfir 5000 Volkswagen Golf bifreiðar skráðar.
Fara á Volkswagen vef
Verðskrá Volkswagen bifreiða
Framendi nýja Golfsins er endurhannaður að öllu leyti og hann klýfur nú loftið á besta mögulega hátt. Tvöföld framljós eru áberandi og brettin eru sveigð inn á við að baki framljósunum sem vélarhlífin fellur að og myndar ásamt vatnskassahlífinni V-laga hönnun sem undirstrikar enn frekar öflug einkenni hins nýja Volkswagens.
Afturendi bílsins er einnig með nýju útliti. Þakbrúnin dregur fram ákveðið og kröftug útlit nýja Golfsins. Bíllinn er gerður enn sportlegri og rennilegri með vindskeið á þakinu sem er felld í þakið fyrir ofan skottlokið. VW-merkinu er þrýst upp á við til opna farangursrýmið.
Mismunandi útgáfur
Nýi Golfinn fæst bæði tveggja og fernra dyra og með mismunandi frágangi og búnaði í útgáfunum Trendline, Comfortline og Sportline. Í öllum útgáfunum er að finna sömu alhliða þægindin og öryggisbúnað, þar með talda sex loftpúða, fimm hnakkapúða (framvirka), þriggja punkta öryggisbelti og nýja gerð stýrisstangar og fótstiga sem þrýstast saman við árekstur. Það er nýmæli að bensíngjöfin er höfð lóðrétt af vinnuvistfræðilegum ástæðum.
Stærri en kynslóðin á undan
Yfirbyggingin á Golf hefur breikkað um 24 mm, hækkað um 39 mm og lengst um 55 mm. Þá hefur farþegarými verið aukið umtalsvert eða um 54 mm, einkum í aftursæti en þar hefur fótarými aukist um 55 mm og farangursrými um 20 lítrar. Þessi umtalsverða viðbót brúar bilið yfir í næsta stærðarflokk fyrir ofan og því er enn frekari ástæða en áður til að segja Golf bíl í sérflokki.
Mesta stífni yfirbyggingar sem þekkist í þessum flokki
Sama má segja um einstök gæði yfirbyggingarinnar miðað við þennan flokk bíla. Virk stífni yfirbyggingarinnar hefur verið aukin um 15 af hundraði gegn vindingi og 35 af hundraði gegn beygingu. Stöðustífni yfirbyggingarinnar hefur verið aukin um heil 80 af hundraði sem er það besta sem gert hefur verið í þessum flokki bíla.
30 ára þróun
Golf af fyrstu kynslóð var kynntur til sögunnar árið 1974. Bíllinn hefur í þessa þrjá áratugi verið mest seldi bíllinn í Þýskalandi og er mest seldi þýski bíllinn í heiminum í dag. Hér á Íslandi eru yfir 5000 Volkswagen Golf bifreiðar skráðar.
Fara á Volkswagen vef
Verðskrá Volkswagen bifreiða