Fara í efni

París Dakar - dagur 6

Peterhansel á Mitsubishi Pajero Evolution náði forystu í París Dakar rallinu á ný af liðsfélaga sínum Masuoka. Ekið var um sanda Túnis og lentu margir keppendur í vandræðum. Mitsubishi leiðir sem fyrr en Peterhansel er með um mínútu forskot á Masuoka. Gregoire de Mevius á BMW er kominn upp í 3. sæti, rúmum 12 mínútum á eftir Peterhansel.Peterhansel á Mitsubishi Pajero Evolution náði forystu í París Dakar rallinu á ný af liðsfélaga sínum Masuoka. Ekið var um sanda Túnis og lentu margir keppendur í vandræðum. Mitsubishi leiðir sem fyrr en Peterhansel er með um mínútu forskot á Masuoka. Gregoire de Mevius á BMW er kominn upp í 3. sæti, rúmum 12 mínútum á eftir Peterhansel.Peterhansel á Mitsubishi Pajero Evolution náði forystu í París Dakar rallinu á ný af liðsfélaga sínum Masuoka. Ekið var um sanda Túnis og lentu margir keppendur í vandræðum. Mitsubishi leiðir sem fyrr en Peterhansel er með um mínútu forskot á Masuoka. Gregoire de Mevius á BMW er kominn upp í 3. sæti, rúmum 12 mínútum á eftir Peterhansel. Dagur Peterhansel á Mitsubishi

Á 6. keppnisdegi voru eknir 228 km, um sanda Túnis. Peterhansel var ánægður með daginn. "Til að byrja með var mikill hraði í keppninni og síðan þurftum við að fara yfir nokkrar sandöldur" sagði Peterhansel að loknum 6. keppnisdegi. "Okkur tókst að ná Masuoka og er það allt frábærum tæknimönnum að þakka", bætti Peterhansel við.

Góð og slæm tíðindi hjá Volkswagen

Jutta Kleinschmidt og Stéphane Henrard á VW Tarek náðu enn á ný einum af 10 bestu tímunum og færðu þau sig upp um 2 sæti í heildarkeppninni. Þau eru nú í 10. sæti. Henrard og Willis, einnig á Tarek áttu einnig mjög góðan dag og unnu sig sömuleiðis upp um 2 sæti, upp í 7. sæti. Slæmu tíðindin voru þau að Dieter Depping and Walter Bachhuber á Tarek ultu og urðu að hætta keppni. Bíllinn skemmdist það mikið að ekki tókst að gera við hann í tíma.

Á 7. keppnisdegi verða eknir tæpir 700 km. og er þetta ein erfiðasta leið keppninnar.

Staða efstu liða eftir 6. keppnisdag:

1. Stephane Peterhansel/Jean-Paul Cottret, MItsubishi Pajero Evolution, 5.41.16
2. Hiroshi Masuoka/Andreas Schulz, Mitsubishi Pajero Evolution, +49 sek.
3. Gregoire de Mevius/Alain Guehennec, BMW X5 +15.32 sek.
4. Kenjiro Shinozuka/Thierry Delli-Zotti, Nissan Pick-Up +16.27 sek.
5. Miki Biasion/Tiziano Siviero, Mitsubishi Pajero, +23.33 sek.
6. Ginie de Villiers/Pascal Maimon, Nissan Pick-Up, +31.39 sek.
7. Stephane Henrard/Bobby Willis, Volkswagen Tarek, +32.20 sek.
8. Ari Vatanen)/Tina Thorner, Nissan Pick-Up, +32.57 sek.
9. Carlos Sousa/Henri Magne, Mitsubishi L200, +38.01 sek.
10. Jutta kleinschmidt)/Fabrizia Pons, Volkswagen Tarek, +43.24 sek.