Fara í efni

París Dakar - Mitsubishi eykur forskotið

Það er samdóma álit allra keppenda í París Dakar rallinu að 8. keppnisdagurinn hafi verið sá erfiðasti til þessa. Keppendur þurftu að aka alls 727 km. frá Ghat til Sabha i Alsír. Það er samdóma álit allra keppenda í París Dakar rallinu að 8. keppnisdagurinn hafi verið sá erfiðasti til þessa. Keppendur þurftu að aka alls 727 km. frá Ghat til Sabha i Alsír. Það er samdóma álit allra keppenda í París Dakar rallinu að 8. keppnisdagurinn hafi verið sá erfiðasti til þessa. Keppendur þurftu að aka alls 727 km. frá Ghat til Sabha i Alsír. 5 Mitsubishi keppnislið í 10 efstu sætunum

Japaninn Masuoka náði bestum tíma allra í gær en það dugði þó ekki til að ná liðsfélaga sínum Peterhansel. Báðir aka þeir Mitsubishi Pajero Evolution jeppum. Forskot Peterhansel á Masuoka er 6 mínútur og 39 sek. Liðsfélagarnir eru síðan með rúma klukkustund í forskot á Mevius á BMW X5, sem komið hefur mjög á óvart. Mitsubishi hefur sýnt gríðarlega yfirburði í rallinu og eru nú með 5 keppnislið í 10 efstu sætunum.

Volkswagen færir sig ofar og ofar

Volkswagen keppnisliðið var mjög ánægt með árangur gærdagsins þrátt fyrir smávægilega erfiðleika eins og sprungin dekk. Jutta Kleinschmidt vann sig úr 9. sæti upp í 5. sæti og fór einnig upp fyrir liðsfélaga sinn, Willis. Bæði aka þau VW Tarek. Ljóst er að gríðarleg reynsla Juttu Kleinschmidt úr París Dakar er að skila sér inn í herbúðir Volkswagen og verður fróðlegt að fylgjast með henni keyra á VW Touareg á næsta ári.

Viðgerðarhlé

Í lok 8. keppnisdags fá keppendur langþráð viðgerðarhlé. Það stendur að vísu stutt yfir og á 9. keppnisdegi verður ekið frá Sabha til Zilla í Lýbíu. Alls verða eknir um 567 km.

Staðan eftir 8. keppnisdag:

1 S.PETERHANSEL/J-P.COTTRET, MITSUBISHI PAJERO EVOLUTION, 14.52.21.0
2 H.MASUOKA/A.SCHULZ MITSUBISHI PAJERO EVOLUTION , +6.39.0
3 G.DE MEVIUS/A.GUEHENNEC, BMW X5, +1.07.12.0
4 G.DE VILLIERS/P.MAIMON, NISSAN PICK UP, +1.14.12.0
5 J.KLEINSCHMIDT/F.PONS, VOLKSWAGEN TAREK, +1.33.06.0
6 S.HENRARD/B.WILLIS, VOLKSWAGEN TAREK, +1.38.22.0
7 C.SOUSA/H.MAGNE, MITSUBISHI L200 STRAKAR, +1.41.57.0
8 M.BIASION/T.SIVIERO, MITSUBISHI PAJERO +1.50.47.0
9 J-P.FONTENAY/G.PICARD, MITSUBISHI PAJERO, +1.56.04.0
10 J-M.SERVIA/E.OLLER, FORD RAID, +2.56.07.0