Fara í efni

París Dakar - Mitsubishi í forystu

7. keppnisdagur París Dakar rallsins var ekinn í dag. Að þessu sinni fluttu keppendur sig um set og var keyrt um eyðimerkur Líbýu. Margir áttu í erfiðleikum með að festa sig ekki í lausum sandinum en litlar breytingar urðu þó á efstu keppnisliðum.7. keppnisdagur París Dakar rallsins var ekinn í dag. Að þessu sinni fluttu keppendur sig um set og var keyrt um eyðimerkur Líbýu. Margir áttu í erfiðleikum með að festa sig ekki í lausum sandinum en litlar breytingar urðu þó á efstu keppnisliðum.7. keppnisdagur París Dakar rallsins var ekinn í dag. Að þessu sinni fluttu keppendur sig um set og var keyrt um eyðimerkur Líbýu. Margir áttu í erfiðleikum með að festa sig ekki í lausum sandinum en litlar breytingar urðu þó á efstu keppnisliðum. Volkswagen fikrar sig upp stigatöfluna

Í dag voru eknir 584 km. og einkenndist landslagið af sandi og aftur sandi. Jutta Kleinschmidt náði sínum besta árangri í keppninni til þessa á VW Tarek. "Ég er mjög ánægð, Tarkekinn virkaði fullkomlega" sagði Jutta en hún er ein fremsta ökukona heims og sigraði í París Dakar rallinu árið 2001. Með þessum árangri bætti hún stöðu sína og er nú í 8. sæti. Henrard og Willis, einnig á VW Tarek eru í 8. sæti en þeir töpuðu tíma í dag og féllu úr 7. sæti í það 8.

Peterhansel leiðir enn

Mitsubishi leiðir enn tvöfalt og urðu engar breytingar á toppnum að þessu sinni. Peterhansel náði besta tíma dagsins og Masuoka þeim næstbesta. Yfirburðir Mitsubishi í þessu erfiðasta ralli heims eru ótrúlegir og verður það verðugt verkefni fyrir Volkswagen Touareg að keppa við Mitsubishi á næsta ári. Fyrrum heimsmeistari í ralli, Ari Vatanen varð þriðji og er í 5. sæti í heildarkeppninni.

Á næsta keppnisdegi verða eknir 497 km. í Líbýu og í þess dags verður liðum gefinn kostur á að þjónusta bílana til fulls.

Staðan að loknum 7 keppnisdögum:

1 S.PETERHANSEL/J-P.COTTRET MITSUBISHI PAJERO EVOLUTION , 10.48.57.0
2 H.MASUOKA/A.SCHULZ, MITSUBISHI PAJERO EVOLUTION, +12.21.0
3 K.SHINOZUKA/T.DELLI-ZOTTI, NISSAN PICK UP, +51.20.0
4 G.DE MEVIUS/A.GUEHENNEC, BMW X5, +55.38.0
5 A.VATANEN/T.THORNER, NISSAN PICK UP, +1.00.01.0
6 G.DE VILLIERS/P.MAIMON NISSAN PICK UP, +1.00.52.0
7 M.BIASION/T.SIVIERO, MITSUBISHI, PAJERO, +1.03.01.0
8 S.HENRARD/B.WILLIS VOLKSWAGEN TAREK, +1.10.43.0
9 J.KLEINSCHMIDT/F.PONS, VOLKSWAGEN TAREK, +1.12.49.0
10 C.SOUSA/H.MAGNE, MITSUBISHI L200, +1.16.48.0

HEKLA fylgist með París Dakar rallinu á Heklusporti