Fara í efni

París Dakar - Volkswagen bætir stöðu sína enn frekar

Á 9. keppnisdegi í París Dakar rallinu náði Jutta Kleinschmidt að vinna sig upp um eitt sæti og er nú í 4. sæti. Frábær árangur Volkswagen liðsins er eftirtektarverður þar sem Volkswagen tekur í fyrsta skipti þátt í París Dakar.Á 9. keppnisdegi í París Dakar rallinu náði Jutta Kleinschmidt að vinna sig upp um eitt sæti og er nú í 4. sæti. Frábær árangur Volkswagen liðsins er eftirtektarverður þar sem Volkswagen tekur í fyrsta skipti þátt í París Dakar.Á 9. keppnisdegi í París Dakar rallinu náði Jutta Kleinschmidt að vinna sig upp um eitt sæti og er nú í 4. sæti. Frábær árangur Volkswagen liðsins er eftirtektarverður þar sem Volkswagen tekur í fyrsta skipti þátt í París Dakar. Engar breytingar á toppnum

Ari Vatanen, náði bestum árangri dagsins fyrir Nissan. Vatanen er fyrrum heimsmeistari í rallakstri og honum til aðstoðar er Tina Thörner en hún hefur m.a. ekið fyrir Skoda í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Peterhansel á Mitstubishi leiðir sem fyrr og náði hann að auka forskot sitt á Masuoka um 10 mínútur en Masuoka lenti í því að það sprakk hjá honum 5 sinnum. Forskot Peterhansel á Masuoka er nú um 16 mínútur en forskot þeirra á næstu keppnislið er um 1 klst.

Árangur Vokswagen framar vonum

Mevius á BMW X5 er þriðji og Jutta Kleinschmidt á VW Tarek er fjórða, rúmum hálftíma á eftir Mevius. Jutta er mjög keppnisreynd í París Dakar. Eftir erfiða byrjun hefur henni með þrautsegju tekist að vinna sig jafnt og þétt upp listann eða úr 64. sæti í það 4. Stefnan hjá Volkswagen er greinilega sett á þriðja sætið.

GPS bannað

Á 10. keppnisdegi verður ekið austur á bóginn í átt að Sarir i Lýbíu. Leiðin er um 521 km. en til að gera leiðina erfiðari hefur öll notkun GPS staðsetningarbúnaðar verið bönnuð. Þetta eykur pressuna á aðstoðarökumenn en þeir verða nú að kynna sér ökuleiðir á mun nákvæmari hátt en áður.

Staðan eftir 9 keppnisdaga er sem hér segir:

1 S.PETERHANSEL/J-P.COTTRET, MITSUBISHI PAJERO EVOLUTION, 20.31.58.0
2 H.MASUOKA/A.SCHULZ, MITSUBISHI PAJERO, EVOLUTION, +16.52.0
3 G.DE MEVIUS/A.GUEHENNEC, BMW X5, +1.09.50.0
4 J.KLEINSCHMIDT/F.PONS, VOLKSWAGEN TAREK, +1.42.10.0
5 C.SOUSA/H.MAGNE, MITSUBISHI L200 STRAKAR, +1.54.38.0
6 J-P.FONTENAY/G.PICARD, MITSUBISHI PAJERO, +1.55.11.0
7 M.BIASION/T.SIVIERO, MITSUBISHI PAJERO, +2.00.30.0
8 G.DE VILLIERS/P.MAIMON, NISSAN PICK UP, +2.24.58.0
9 S.HENRARD/B.WILLIS, VOLKSWAGEN TAREK, +2.39.34.0
10 J-M.SERVIA/E.OLLER, FORD RAID,+3.01.56.0

Hægt er að skoða eldri París Dakar fréttir á Heklusporti