Fara í efni

Reynsluakstur á VW Touareg

Volkswagen Touareg jeppinn verður kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í París í september næstkomandi. Touareg er fyrsti jeppinn sem Volkswagen setur á markað og hefur komu hans verið beðið með mikilli óþreyju, jafnt hérlendis sem erlendis. Touareg hefur nú í fyrsta skipti verið reynsluekið af blaðamönnum, bæði á hefðbundnum vegum og vegleysum. Reynsluakstrinum er hér stuttlega gerð skil.Volkswagen Touareg jeppinn verður kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í París í september næstkomandi. Touareg er fyrsti jeppinn sem Volkswagen setur á markað og hefur komu hans verið beðið með mikilli óþreyju, jafnt hérlendis sem erlendis. Touareg hefur nú í fyrsta skipti verið reynsluekið af blaðamönnum, bæði á hefðbundnum vegum og vegleysum. Reynsluakstrinum er hér stuttlega gerð skil.Volkswagen Touareg jeppinn verður kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í París í september næstkomandi. Touareg er fyrsti jeppinn sem Volkswagen setur á markað og hefur komu hans verið beðið með mikilli óþreyju, jafnt hérlendis sem erlendis. Touareg hefur nú í fyrsta skipti verið reynsluekið af blaðamönnum, bæði á hefðbundnum vegum og vegleysum. Reynsluakstrinum er hér stuttlega gerð skil. "Af myndum að dæma virðist Touareg vera frekar fíngerður jeppi. Það gera fínar línur og langt yfirbragð. Þrátt fyrir það, ef miðað er við aðra evrópska jeppa, er Touareg frekar stór, 4.75 metrar að lengd, 1.93 metra breiður og með hjólahaf upp á 2.86 metra. Bíllinn er mjög rúmgóður, farangursrýmið er rúmlega 550 lítrar, stækkanlegt upp í 1569 lítra með því að leggja aftursætin niður. Hægt er að opna afturhlerann og afturrúðuna sér.

Aðstaða ökumanns er mjög góð og hefur ökumaður gott útsýni til allra átta. Staðalbúnaður í öllum
Touareg bifreiðum er rafeindastýrt mismunadrif, sem gerir ökumanni kleyft að færa 100% af afli til
aftur- eða framdrifs. Touareg verður einnig fáanlegur með loftpúðafjöðrun en hún er staðalbúnaður
í stærri gerðum. Allar stillingar á fjöðrun eru framkvæmdar í stjórnboxi milli framsæta. Þar getur
ökumaður valið milli þess að aka í háa drifninu, í lága drifinu aða haft sjálfvirka stillingu. Ef
bíllinn er búinn loftpúðafjöðrun getur ökumaður valið stillingarnar: þægindi, sjálfvirk stilling eða sportleg stilling. Þrátt fyrir sjálfvirkar stillingar aðlagar Tourareg sig að breyttum aðstæðum eins og þegar ákveðnum hraða er náð, þá lækkar bifreiðin sig á loftpúðafjöðruninni og stillir sig inn á þægindastillingu.

Í reynsluakstrinum voru prófaðir bílar með þremur vélargerðum: 3,2 lítra VR6 bensínvél sem skilar
220 hestöflum, 4,2 lítra V8 bensínvél sem skilar 310 hestöflum og V10 TDI dísilvél sem skilar
313 hestöflum. VR6 bensínvélin skilar í dag 220 hestöflum en ráðgert er að auka afl hennar áður
en bíllinn kemur í sölu. Í reynsluakstrinum reyndist 3,2 lítra vélin vel, sérstaklega með 6 gíra
Tiptronic skiptingunni. 4,2 lítra V8 vélin vakti mikla lukku í reynsluakstrinum og þá sérstaklega
fyrir hröðunin sem er undir 8 sekúndum frá 1-100 km./klst. V10 dísilvélin vakti hinsvegar mesta
athygli en hún skilar 313 hestöflum og togar 750 N/m við 1800 snúninga.

Touareg er ríkulega búinn staðalbúnaði, m.a. stöðugleikastýringu (ESP, Electronic stability program), ABS bremsum með hjálparafli (HBA, Hydrolic brake assistant) og bremsujöfnun (EBC, Engine braking control). Öll kerfin virkuðu sem skyldi við reynsluaksturinn og hægt var að taka stöðugleikastýringuna úr sambandi með því að ýta á einn hnapp. Af öðrum öryggisatriðum má nefna að Touareg kemur með sex loftpúðum, sérstöku árekstrarkerfi sem opnar allar hurðir, aftengir rafmagn, lokar fyrir bensínflæði og setur neyðarljós á. Hægt er að fá sérstakan öryggisbúnað í bílinn sem hringir á hjálp ef til áreksturs kemur.

Touareg jeppninn var prófaður við mismunandi aðstæður. Bíllinn reyndist sérstaklega vel í söndum þar sem aðrir bílar áttu það til með að sökkva. Þá var bíllinn prófaður í lausamöl í miklum halla. Bíllinn var settur í 1. gír og lága drifið. Þegar bensíngjöfinni var sleppt stóð bíllinn í stað, rann hvorki til baka né áfram án þess að handbremsu hafi verið beitt. Það sama var upp á teningnum þegar ekið var niður í móti."

HEKLA mun á næstunni gefa upp hvenær Touareg verður kynntur hér á landi en ljóst er að aðeins nokkrir mánuðir eru í frumsýningu hérlendis. Verð Touareg liggur ekki enn fyrir.