Fara í efni

Scania mest seldi vörubíllinn á Íslandi með tæplega 32% markaðshlutdeild

Samkvæmt sölutölum Umferðarstofu voru alls skráðir 269 hefðbundnir vöru- og flutningabílar, 16 tonn og stærri á árinu 2005 og er það mesta skráning frá upphafi í þessum flokki. Samkvæmt sölutölum Umferðarstofu voru alls skráðir 269 hefðbundnir vöru- og flutningabílar, 16 tonn og stærri á árinu 2005 og er það mesta skráning frá upphafi í þessum flokki. Samkvæmt sölutölum Umferðarstofu voru alls skráðir 269 hefðbundnir vöru- og flutningabílar, 16 tonn og stærri á árinu 2005 og er það mesta skráning frá upphafi í þessum flokki. Scania var söluhæsti vörubíllinn, en alls voru skráðir 85 Scania vörubílar á síðasta ári. Er þetta fimmta árið í röð sem Scania er söluhæsti vörubíllinn í þessum flokki. „Þetta er mesta sala á Scania vörubílum frá upphafi eða frá árinu 1954 þegar fyrsti Scania vörubíllinn var fluttur inn til landsins," segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Vélasviðs HEKLU. „Við erum mjög bjartsýnir á næsta ár, enda liggja nú þegar fyrir nokkuð margar staðfestar pantanir á bílum til afgreiðslu á árinu 2006. Við gerum engu að síður ráð fyrir að árið verði eitthvað minna en árið 2005. Ég vil gjarnan nota tækifærið og þakka viðskiptavinum okkar það traust sem þeir hafa sýnt okkur á undanförnum árum og starfsfólki fyrirtækisins þakka ég þeirra mikla framlag í þesum árangri."