Fara í efni

Sigrún og Friðgeir verða fulltrúar Íslands í Algarve

Opna Audi Quattro golfmótið var haldið á Grafarholtsvelli sunndaginn 15. ágúst og var þetta í annað sinn sem mótið er haldið hér á landi. Sigurvegarar voru Sigrún M. Ingimundardóttir og Friðgeir Halldórsson úr GR, en þau hlutu 49 punkta, en leikfyrirkomulag mótsins var Greensome. Sigrún og Friðgeir keppa fyrir Íslands hönd á Audi Quattro Cup World Final sem fram fer á Vilamoura-vellinum í Algarve í Portúgal í október.Opna Audi Quattro golfmótið var haldið á Grafarholtsvelli sunndaginn 15. ágúst og var þetta í annað sinn sem mótið er haldið hér á landi. Sigurvegarar voru Sigrún M. Ingimundardóttir og Friðgeir Halldórsson úr GR, en þau hlutu 49 punkta, en leikfyrirkomulag mótsins var Greensome. Sigrún og Friðgeir keppa fyrir Íslands hönd á Audi Quattro Cup World Final sem fram fer á Vilamoura-vellinum í Algarve í Portúgal í október.Opna Audi Quattro golfmótið var haldið á Grafarholtsvelli sunndaginn 15. ágúst og var þetta í annað sinn sem mótið er haldið hér á landi. Sigurvegarar voru Sigrún M. Ingimundardóttir og Friðgeir Halldórsson úr GR, en þau hlutu 49 punkta, en leikfyrirkomulag mótsins var Greensome. Sigrún og Friðgeir keppa fyrir Íslands hönd á Audi Quattro Cup World Final sem fram fer á Vilamoura-vellinum í Algarve í Portúgal í október. Ríflega 100 keppendur tóku þátt í mótinu og var veður eins og best verður á kosið. Hámarksforgjöf karla var 24 og kvenna 28. Vallarforgjöf þeirra tveggja kylfinga sem mynduðu lið var lögð saman og deilt í með tveimur. Greensome keppnisfyrirkomulagið er þannig að báðir liðsmenn slá upphafhögg af teig, en síðan er valinn betri bolti og slegið til skiptis þar til boltinn er kominn í holu.

Efstu lið í mótinu:

1. Sigrún M. Ingimundardóttir GR Friðgeir Halldórsson GR 49
2. Örn Sigurðsson GR Sigurður Sigurðsson GR 46
3. Jökull Kristjánsson GR Gústaf Gústafsson GR 46
4. Kristján Kristjánsson GK Halldór Kristjánsson GR 43
5. Jón Karl Ólafsson GR Hlynur Elísson GR 43
6. Jónas Gunnarsson GR Svanþór Laxdal GKG 43
7. Björn Ingólfsson GK Jónas Þóroddsson GK 42
8. Guðjón Guðjónsson NK Þórður Ágústsson NK 41
9. Björn Oddgeirsson GS Hrannar Hólm GS 41