Fara í efni

Skoda Fabia framleidd í 600.000 eintökum

Frá því að Skoda verksmiðjurnar í Tékklandi hófu framleiðslu á Skoda Fabia árið 1999 hafa 600.000 eintök verið framleidd. Eintak nr. 600.000 rann út af færibandinu 26. júli sl. kl. 9.30. og var bifreiðin silfrað eintak af Fabia Comfort með 1.4 lítra vél.Frá því að Skoda verksmiðjurnar í Tékklandi hófu framleiðslu á Skoda Fabia árið 1999 hafa 600.000 eintök verið framleidd. Eintak nr. 600.000 rann út af færibandinu 26. júli sl. kl. 9.30. og var bifreiðin silfrað eintak af Fabia Comfort með 1.4 lítra vél.Frá því að Skoda verksmiðjurnar í Tékklandi hófu framleiðslu á Skoda Fabia árið 1999 hafa 600.000 eintök verið framleidd. Eintak nr. 600.000 rann út af færibandinu 26. júli sl. kl. 9.30. og var bifreiðin silfrað eintak af Fabia Comfort með 1.4 lítra vél. Skoda Fabia var fyrst kynnt á Alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt 14. september 1999. Af fólksbílnum hafa verið framleidd rúmlega 400.000 eintök en á bílasýningunni í Genf árið 2001 var Skoda Fabia Combi kynntur og hafa rúmlega 156.000 eintök af honum verið framleidd.

Skoda Fabia hefur hlotið fjölda verðlauna og verið kosinn bíll ársins í Tékklandi, Danmörku, Bretlandi, Króatíu, Litháen, Úkraníu og víðar. Skoda Fabia hlaut "Gullna Stýrið" 1999 og var valinn öruggasti bíllinn í flokki smábíla og hlaut hann 4 stjörnur af 4 mögulegum í árekstrarprófi EuroNCAP stofnunarinnar.

Skoda Fabia kostar frá kr. 1.240.000 og Skdoa Fabia Combi frá kr. 1.320.000 og eru bifreiðarnar til afgreiðslu strax í söludeild HEKLU.