Fara í efni

Skoda næst best metni bílaframleiðandinn

Skoda lendir öðru sæti í gæða- og ánægjukönnun rannsóknarfyrirtækisins JD Power Associates og bílablaðsins What Car? - Aðeins Lexus bílarnir sem koma betur út. Skoda hefur sótt í sig veðrið. Samkvæmt árlegri könnun rannsóknafyrirtækisins JD Power og bílablaðsins What Car? kemur fram að einungis Lexus stendur Skoda framar hvað varðar ánægju viðskiptavina með bíla sína. Skoda lendir öðru sæti í gæða- og ánægjukönnun rannsóknarfyrirtækisins JD Power Associates og bílablaðsins What Car? - Aðeins Lexus bílarnir sem koma betur út. Skoda hefur sótt í sig veðrið. Samkvæmt árlegri könnun rannsóknafyrirtækisins JD Power og bílablaðsins What Car? kemur fram að einungis Lexus stendur Skoda framar hvað varðar ánægju viðskiptavina með bíla sína. Skoda lendir öðru sæti í gæða- og ánægjukönnun rannsóknarfyrirtækisins JD Power Associates og bílablaðsins What Car? - Aðeins Lexus bílarnir sem koma betur út. Skoda hefur sótt í sig veðrið. Samkvæmt árlegri könnun rannsóknafyrirtækisins JD Power og bílablaðsins What Car? kemur fram að einungis Lexus stendur Skoda framar hvað varðar ánægju viðskiptavina með bíla sína. Ekki er nema áratugur síðan að Skoda þótti ekki mjög góður bíll og því ansi margt breyst á skömmum tíma.

Í tilefni þessarar ánægjulegu niðurstöðu fá allir sem koma í heimsókn í Heklu á laugardaginn 1. maí, akandi á Skoda, gæðaís frá Emmess og ókeypis þvott á bílinn sinn. Allar Skoda bifreiðarnar verða til sýnis, meðal annars Skoda Octavia sem unnið hefur sinn flokk í JD Power þrjú ár í röð. Opið verður í sýningarsölum nýrra bíla í Heklu frá klukkan 12:00 til 16:00.

"Kostir bíla eru mældir í viðbrögðum og athugasemdum eiganda þeirra," sagði Rob Aherne ritstjóri What Car? Í umræddri könnun var rætt við eigendur bíla sem skráðir voru á tímabilinu frá september 2001 til ágúst 2002 og náði könnunin til 33 tegunda bíla (og 120 undirgerða). Alls var haft samband við 23.641 bíleiganda og þeir beðnir um að segja til um bæði kosti og lesti á öllu því sem viðkom rekstri ökutækis viðkomandi, áreiðanleika bílsins, akstur og stjórnun, hagkvæmni og frammistöðu, eldsneytisnotkun og tryggingar.

FIMM BESTU MERKIN

1. Lexus
2. Skoda
3. Mazda
4. Toyota
5. Honda

Heimild: JD Power/What Car?

Af 100 stigum mögulegum krækti Skoda sér í ein 85.2 stig. Meðaltalið var 79.7 og Lexus náði 87.2 stigum. Í þriðja sæti hafnaði Mazda með 84.5 stig, þá kom Toyota með 84 stig og í fimmta sæti hafnaði Honda með 83.8 stig. Alfa Romeo rak lestina með 74.9 stig.

"Lexus fær góða einkunn en velgengni Skoda í þessari skoðanakönnun kemur mörgum á óvart þegar litið er til ímyndar merkisins fyrir aðeins áratug," sagði Dave Sargent, forstjóri Evrópudeildar JD Power.

Í ár skaust Skoda fram úr bæði BMW og Toyota sem voru ofarlega á lista í fyrra. Og sigurganga Skoda mun halda áfram að ári, ef marka má áætlanir Volkswagen verksmiðjanna sem nú framleiða Skoda. Ljóst er að enn á Skoda svolítinn spotta í land hvað varðar almannaróm þegar bíllinn er borinn saman við Lexus, en hvað varðar ánægju eigenda stendur Skoda Lexus fyllilega á sporði.

Hekla hefur frá árinu 1998 verið umboðsaðili Skoda á Íslandi. Á þeim tíma hefur ímynd og markaðshlutdeild Skoda tekið miklum breytingum og er Skoda á meðal mest seldu bíla landsins Hlutdeild Skoda er í dag um 5% af öllum fólksbílum á markaði. Þrjár gerðir Skoda eru í boði, Skoda Fabia sem kostar frá kr. 1.290.000, Skoda Octavia sem kostar frá kr. 1.680.000 og Skoda Superb sem kostar frá kr. 2.390.000 kr.