Fara í efni

Skoda Superb gegn Volvo S80 og Peugeot 607

"Tékki, Svíi og Frakki"Tékki, Svíi og Frakki"Tékki, Svíi og Frakki Allir með þann ásetning að verða bestir í sínum flokki, en það er aðeins einn þessara 200 hestafla eðalvagna, sem hlýtur þann sess". Þannig hljóða fyrirsagnir Diether Rodatz, blaðamanns hjá þýska bílablaðinu AUTOBILD, sem nýlega gerði samanburðarprófanir á þremur nýjum gæðingum á bílamarkaðinum. Skoda Superb, Volvo S80 og Peugeot 607.

Diether byrjar á því að velta fyrir sér hvernig á því geti staðið að ímyndar- og vinsældakúrfa Skoda hafi rokið upp í seinni tíð, og bendir á þessa staðreynd sem verðugt verkefni fyrir markaðsfræðinga að rannsaka. "Áður var Skoda flokkaður einhversstaðar á milli Lada og vörubíla en nýtur nú álits sem sérlega álitleg bifreiðategund með hinum nýja lúxusbíl Skoda Superb, sem er viðbót við hinn vinsæla Skoda Octavia", segir Rodatz. Í samanburðarprófunum kemur fram að af fyrrgreindum þremur bíltegundum, er Skoda Superb með bestu eiginleikana hvað varðar öryggi í akstri og er þá átt við stýrisbúnað, fjöðrun og hemla. Reyndar er Superb búinn rafrænni stöðugleikastýringu (ESP), sem bíllinn virðist ekki þurfa á að halda nema reynt sé á stöðugleika hans til hins ýtrasta.

Í þremur af fimm atriðum, sem koma til mats við prófanirnar, var Skoda Superb með yfirburði og endanlega féllu einkunnir þannig að Superb var með 103%, Volvo með 100% og Peugeot með 99%.