Fara í efni

Stærsta hefðbundna beltagrafa landsins tekin í notkun

Flutt í bútum til Þorklákshafnar þar sem hún var sett saman Tvær skóflur þarf til að fylla fjögurra ása vörubíl Stærsta beltagrafa sem flutt hefur verið til Íslands, var afhent í dag í Þorlákshöfn. Um er að ræða nýja gerð beltagröfu af gerðinni Caterpillar 385B. Grafan var flutt til Þorlákshafnar í hlutum þar sem tæknimenn Caterpillar settu hana saman og er hún 87 tonn að eigin þyngd.Flutt í bútum til Þorklákshafnar þar sem hún var sett saman Tvær skóflur þarf til að fylla fjögurra ása vörubíl Stærsta beltagrafa sem flutt hefur verið til Íslands, var afhent í dag í Þorlákshöfn. Um er að ræða nýja gerð beltagröfu af gerðinni Caterpillar 385B. Grafan var flutt til Þorlákshafnar í hlutum þar sem tæknimenn Caterpillar settu hana saman og er hún 87 tonn að eigin þyngd.
  • Flutt í bútum til Þorklákshafnar þar sem hún var sett saman
  • Tvær skóflur þarf til að fylla fjögurra ása vörubíl Stærsta beltagrafa sem flutt hefur verið til Íslands, var afhent í dag í Þorlákshöfn. Um er að ræða nýja gerð beltagröfu af gerðinni Caterpillar 385B. Grafan var flutt til Þorlákshafnar í hlutum þar sem tæknimenn Caterpillar settu hana saman og er hún 87 tonn að eigin þyngd. Hámarks lyftigeta vélarinnar er 36 tonn og tekur skóflan 5 rúmmetra í einu en venjulegur vörubílspallur ber 12 tonn eða um 7 rúmmetra.

    Þess ber að geta að stærstu Caterpillar vélarnar í Kárahnjúkum vega rúm 180 tonn, en þær eru annarar gerðar og moka frá sér, svokallaðar frámokstursvélar.

    Eigandi þessarar risavöxnu beltagröfu er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og mun vélin verða notuð við hafnargerð í Þorlákshöfn. Það er Vélasvið Heklu sem flytur vélina til landsins og sá auk þess um samsetningu hennar en Flutningafyrirtækið ET sá um flutninginn til Þorlákshafnar.

    Fyrirtækið Ísmar kom fullkomnu þrívíddar upplýsingakerfi fyrir í gröfunni, en það samanstendur af skynjurum og úrvinnslubúnaði frá Prolec og tengist sá búnaður tvöföldu GPS tæki frá Trimble. GPS tæki þetta er sérhannað til nota í vinnuvélum og er þegar komin mikil og góð reynsla á það hérlendis, til dæmis í vegheflum og jarðýtum. Búnaðurinn í heild sinni er í raun sérhæft gröfukerfi til nota einkum þar sem vinna þarf með gröfuarminn neðansjávar að hluta. Þess má geta að Caterpillar og Trimble hafa með sér samstarf um ýmiss konar vélstýribúnað sem eykur afköst vinnuvéla eins og hér um ræðir.

    Hægt er að setja líkan, til dæmis af grjótgarði, inn í tölvubúnaðinn og sýna á stórum litaskjá, þar sem afstaða gröfunnar sést og einnig nákvæmlega hvar verið er að vinna með skófluna í verkinu og vinnur gröfumaðurinn eftir því. Þetta er hægt með mikilli nákvæmni með því að nýta svokallaða RTK tækni, þar sem GPS búnaðurinn tekur á móti merkjum frá leiðréttingastöð sem staðsett er í nágrennnu. Leiðréttingastöð þessi þjónar einnig öllum öðrum GPS mælingum á svæðinu.