Fara í efni

Stjörnurnar í Real Madrid fá nýja bíla frá Audi

-Leikmenn völdu sportlegustu gerðirnar Við athöfn á Santiago Bernabeau leikvanginum í Madrid fengu stjörnurnar í knattspyrnufélaginu Real Madrid afhenta nýja bíla frá Audi, en Audi er nýr bakhjarl félagsins.-Leikmenn völdu sportlegustu gerðirnar Við athöfn á Santiago Bernabeau leikvanginum í Madrid fengu stjörnurnar í knattspyrnufélaginu Real Madrid afhenta nýja bíla frá Audi, en Audi er nýr bakhjarl félagsins.-Leikmenn völdu sportlegustu gerðirnar Við athöfn á Santiago Bernabeau leikvanginum í Madrid fengu stjörnurnar í knattspyrnufélaginu Real Madrid afhenta nýja bíla frá Audi, en Audi er nýr bakhjarl félagsins. Viðstaddir athöfnina voru Florentino Perez , forseti Real Madrid C.F., Dr. Martin Winterkorn, stjórnarformaður AUDI AG, og Jesus Gasanz, framkvæmdastjóri Audi á Spáni. “Real Madrid hefur byrjað glæsilega á leiktíðinni og okkur er sönn ánægja að afhenda þessum framúrskarandi leikmönnum sportlegustu Audi-bílana okkar.” sagði Dr. Martin Winterkorn, stjórnarformaður AUDI AG við þetta tækifæri. “Ég er þess fullviss að Audi-bílarnir, sem voru afhentir í dag, verða farartæki Spánarmeistaranna í ár.”

Leikmenn Real Madrid, sem er efst í fyrstu deild á Spáni og í sínum riðli í Meistaradeildinni, völdu sportlegustu bílana frá Audi.

Stjörnurnar Raul, Ronaldo og Figo völdu Audi

Fyrirliðinn Raul og sóknarfélagi hans, Ronaldo, völdu báðir bílinn sem hentar spretthörðum framherja þann kraftmesta frá Audi, 450 hestafla Audi RS Quattro. Hann er knúinn átta strokka vél með tvöfaldri forþjöppu og nær 100 km hraða úr kyrrstöðu á aðeins 4,7 sekúndum.

Tæknilegir kostir eins og álgrind og stillanleg loftfjöðrun urðu til þess að miðherjinn Figo valdi flaggskipið í flotanum, Audi A8, 4,2 Quattro.

Leikmenn Real Madrid gefa tóninn í tískunni

Leikmennirnir 21 völdu alls sjö gerðir af Audi, en allir eru þeir sammála um eitt: “Sá sem kýs Audi verður að aka á Quattro með fjórhjóladrifi.”

Vinsælasta gerðin hjá leikmönnunum reyndist vera 344 hestafla Audi S Quattro, sportbíllinn í A4 línunni. Alls kusu 12 leikmenn þennan bíl og helmingur þeirra valdi Avant-gerðina.

Meira en helmingur leikmanna valdi átta strokka bíla, en hinir kusu sex strokka bíla, sem þýðir að leikmenn Real Madrid hafa alls 6633 hestöfl til ráðstöfunar!

Það er mat liðsmanna að besti Audi-liturinn sé ljóssilfursanseraður. 10 leikmenn kusu hann. Í öðru sæti varð perlusvartur litur sem sex leikmenn völdu sér.

Frekari upplýsingar

Audi gerði samning við Real Madrid í júlí um að sjá félaginu fyrir bílum á næstu þremur leiktíðum.

Forseti Real Madrid C.F., Florentino Perez, og Dr. Martin Winterkorn, stjórnarformaður AUDI AG, undirrituðu samninginn í Audi Forum í Madrid.

Samningurinn felur í sér að Audi fær að auglýsa inni á Bernabeau-leikvanginum og kynna samstarfið með myndum af öllu keppnisliði Real Madrid.

Leikmenn Real Madrid völdu þessa bíla

Markverðir
1. Iker Casillas Audi A6 2.5 TDI Quattro
13. Carlos Sanchez Audi A6 2.5 TDI Quattro
25. Cesar Audi S4 Avant Quattro

Varnarmenn
2. Michel Salgado Audi S4 Avant Quattro
3. Roberto Carlos Audi S4 Avant Quattro
4. Ruben Audi TT 3.2 Quattro
6. Ivan Helguera Audi S4 Quattro
15. Raul Bravo Audi S4 Quattro
17. Minambres Audi A4 Cabriolet 3.0 Quattro
22. Pavon Audi S4 Quattro
26. Borja Audi S4 Quattro

Miðjumenn

5. Zidane Audi S4 Avant Quattro
10. Figo Audi A8 4.2 Quattro
14. Guti Audi S4 Avant Quattro
19. Cambiasso Audi A4 Cabriolet 3.0 Quattro
21. Solari Audi S4 Avant Quattro
23. Beckham Audi A4 Cabriolet 3.0 Quattro
27. Nunez Audi S4 Quattro

Framherjar

7. Raul Audi RS 6 Quattro
9. Ronaldo Audi RS 6 Quattro
11. Portillo Audi S4 Quattro