Fara í efni

Touareg valinn 4x4 bíll ársins 2004

Lesendur Off Road tímaritsins völdu Touareg 4x4 bíl ársins 2004!Lesendur Off Road tímaritsins völdu Touareg 4x4 bíl ársins 2004!Lesendur Off Road tímaritsins völdu Touareg 4x4 bíl ársins 2004! Wolfsburg, 15. desember 2004 – Lesendur Off Road tímaritsins hafa valið Volkswagen Touareg 4x4 bíl ársins 2004. Touareg tekur þátt í Dakar rallinu 31. desember n.k. í annað sinn. Í fyrra vann Touareg sinn fyrsta áfangasigur í rallinu skömmu eftir að hafa verið útnefndur 4x4 bíll ársins 2003. Þetta gæti því verið góður fyrirboði.

Úrslitin voru afgerandi: 39,9% allra þeirra sem þátt töku í könnuninni völdu Touareg sem besta 4x4 bílinn í flokki lúxusbifreiða. Touareg hafði 20% forskot á næstu bifreiðar. Skömmu síðar hlaut Toureg tilnefninguna “World On Wheels Automobile Of The Year” í Ástralíu. Touareg hefur nú unnið á þriðja tug alþjóðlegra viðurkenninga.

Ein af ástæðum gífurlegra vinsælda Touareg er líklega tæknilegur útbúnaður bílsins sem á engan sinn líka. Touareg sameinar þægindi lúxus fólksbíls og styrkleika og getu jeppans utan vegar – eiginleika sem fáum bílaframleiðendum tekst að sameina.

Tökum Dakar rallið sem dæmi. Sem fyrr verða óbreyttir Touareg bílar notaðar sem þjónustubílar í þessari gífurlega erfiðu þolraun. Sætum hefur að vísu verið breytt og veltigrind og staðsetningarbúnaði verið komið fyrir - en að öðru leyti eru þeir óbreyttir. Þessir bílar munu þjónusta fjóra Touareg keppnisbíla í rallinu. Ökumenn þeirra, Jutta Kleinschmidt (Þýskalandi), Juha Kankkunen (Finnlandi), Bruno Saby (Frakklandi) og Robby Gordon (Bandaríkjunum), keppa allir að sigri. Það eitt að ljúka keppni í Dakar rallinu, 16. janúar n.k. er sigur út af fyrir sig.